Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1552  —  396. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Við 3. tölul. 5. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárfestingar samkvæmt þessum tölulið takmarkast af ákvæði 2. mgr. 4. gr.
     2.      Í stað orðanna „Öðru vátryggingafélagi en með starfsleyfi er óheimilt að“ í 1. mgr. 11. gr. komi: Aðrir en þeir sem leyfi hafa til vátryggingastarfsemi mega ekki.
     3.      Í stað orðsins „stjórnarhátta“ í a-lið 4. mgr. 29. gr. komi: stjórnkerfis.
     4.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 2. tölul. 2. mgr. 30. gr. komi: 6. mgr.
     5.      Í stað orðanna „hafi samstarf við Fjármálaeftirlitið“ í 1. tölul. 1. mgr. 33. gr. komi: starfi með Fjármálaeftirlitinu.
     6.      Við 44. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Í vátryggingafélagi skal vera skilvirkt kerfi áhættustýringar sem tekur til stefnu, vinnslu og aðferða við upplýsingagjöf sem nauðsynlegt er til að greina, mæla, stjórna og hafa eftirlit með og tilkynna stöðugt um yfirvofandi hættur sem geti haft áhrif á starfsemi félagsins og um víxltengsl á milli þeirra.
                  b.      Í stað orðsins „reglum“ í 6. mgr. komi: stefnu.
     7.      2. tölul. 1. mgr. 45. gr. orðist svo: Hvernig gjaldþolskröfum, kröfum um lágmarksfjár­magn og kröfum til vátryggingaskuldar verður fullnægt.
     8.      3. mgr. 53. gr. orðist svo:
             Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að upplýsingar, sem eru ekki staðlaðar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, séu settar fram með samræmdum hætti.
     9.      Við 55. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitið getur heimilað vátryggingafélagi“ í 2. mgr. komi: Vátryggingafélag hefur heimild til.
                  b.      Í stað orðanna „1. og 2. mgr. eiga“ í 3. mgr. komi: 1. mgr. á.
                  c.      Á eftir orðinu „Undanþáguákvæði“ í fyrirsögn komi: og tilvísun til opinberrar birtingar upplýsinga.
     10.      Við 68. gr.
                  a.      Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Viðeigandi ráðstafanir geta m.a. falist í að ákveða að hlut fylgi ekki atkvæðisréttur, að leggja fyrir hlut­aðeigandi vátryggingafélag að grípa til ráðstafana sem draga úr skaðlegum áhrifum hluthafans, svo sem lögbanns, eða að leggja fyrir stjórn hlutaðeigandi vátrygginga­félags að boða til hluthafafundar þar sem háttsemi hluthafans skal tekin fyrir. Skal fulltrúa Fjármálaeftirlitsins heimilt að sækja fundinn og taka þar til máls.
                  b.      Í stað orðanna „þeim ráðstöfunum sem tilgreindar eru í 1. mgr. þyki það nauð­synlegt“ í 3. mgr. komi: ráðstöfunum skv. 1. mgr.      11.      1. málsl. 5. mgr. 76. gr. orðist svo: Besta mat vátryggingaskuldar skal reikna án endur­heimtanlegra fjárhæða vegna endurtryggingarsamninga og samninga við félög með sér­stakan tilgang.
     12.      Í stað tilvísunarinnar „76. gr.“ í 1. mgr. 82. gr. og 86. gr. komi: 75. gr.
     13.      Við 89. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Kjarnagjaldþol er“ í 1. mgr. komi: annars vegar.
                  b.      Á eftir orðunum „skv. XIV. kafla og“ í 1. mgr. komi: hins vegar.
                  c.      Í stað orðanna „samtölu skuldbindinga skv. XII. kafla“ í 2. mgr. komi: umfram­samtölu skv. 1. mgr.
     14.      Á eftir orðinu „greiddur“ í 3. mgr. 90. gr. komi: eða innkallaður.
     15.      Í stað 2. og 3. mgr. 91. gr. komi ein ný málsgrein, svohljóðandi:
             Við mat á því hvort gjaldþolsliðir hafi eða muni hafa einkenni skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. skal taka tillit til gildistíma og þá sér í lagi hvort gjaldþolsliðurinn sé afmarkaður við tiltekna lokadagsetningu. Hafi gjaldþolsliður afmarkaðan gildistíma skal litið til þess hvort gildistími hans sé í samræmi við gildistíma vátryggingaskuldbindinga. Auk þess skal taka til skoðunar hvort gjaldþolsliðurinn hafi:
                  a.      kröfur eða hvata til að innleysa nafnverðsfjárhæð,
                  b.      skuldbindandi afgjöld,
                  c.      aðrar kvaðir.
     16.      Við 92. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „þegar þeir hafa“ í 1., 2. og 3. mgr. komi: í meginatriðum.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „1.–3. mgr.“ í 4. mgr. komi: 3. mgr.
     17.      94. gr. orðist svo:
                 Hæfir gjaldþolsliðir til að mæta gjaldþolskröfu skv. 96. gr. skulu vera samtala gjaldþolsþátta 1–3.
                 Hæfir gjaldþolsliðir til að mæta lágmarksfjármagni skv. 111. gr. skulu vera samtala gjaldþolsþáttar 1 og 2.
     18.      8. tölul. 95. gr. falli brott.
     19.      2. mgr. 103. gr. orðist svo:
             Ráðherra setur reglugerð um ferli sem skal fylgja við samþykkt eigin stika vátrygg­ingafélags sem byggjast á tæknilegum framkvæmdastöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunarinnar.
     20.      4. tölul. 1. mgr. 112. gr. orðist svo: Ekki vera lægra en jafnvirði 2,5 milljóna evra í íslenskum krónum hjá félagi sem er ekki með starfsemi í greinaflokkum 10–15 skv. 1. mgr. 20. gr.
     21.      Við 117. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Áætlunin“ í 3. mgr. komi: Áætlun skv. 2. mgr.
                  b.      Á eftir orðunum „skv. 6. mgr. sýnir“ í 7. mgr. komi: að mati Fjármálaeftirlitsins.
     22.      Við 122. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Fjármálaeftirlitið skal tilkynna stjórn vátryggingafélags um afturköllun starfsleyfis, birta tilkynninguna í Lögbirtingablaði og auglýsa í fjölmiðlum.
     23.      Í stað orðsins „Hafi“ í 3. mgr. 123. gr. komi: Geri.
     24.      Í stað inngangsmálsliðar 1. mgr. 132. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Vá­tryggingafélag sem hefur höfuðstöðvar utan aðildarríkja og hyggst stofna hér útibú skal leggja fram áætlun með umsókn um starfsleyfi. Í áætluninni skal eftirfarandi koma fram.
     25.      Á eftir orðinu „Vátryggingafélag“ í 1. mgr. 134. gr. komi: með höfuðstöðvar utan aðildarríkja.
     26.      Á eftir orðunum „einnig send“ í 2. málsl. 1. mgr. 136. gr. komi: Fjármálaeftirlitinu.
     27.      Fyrri málsliður 146. gr. orðist svo: Dómstóll skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu þegar í stað um úrskurð um greiðslustöðvun vátryggingafélags eða heimild þess til að leita nauðasamnings.
     28.      Við 147. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „fjárhags“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: vátryggingafélags.
                  b.      Í stað orðsins „slíkri“ í 3. mgr. komi: slíkir.
     29.      1. mgr. 151. gr. orðist svo:
             Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að taka ákvörðun um upphaf slitameðferðar:
             1.    Hafi það afturkallað starfsleyfi vátryggingafélagsins.
             2.    Samkvæmt ósk stjórnar félagsins ef skylt er að slíta því samkvæmt samþykktum þess.
             3.    Samkvæmt ósk stjórnar félagsins ef það getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar þess muni líða hjá innan skamms tíma.
             4.    Samkvæmt ósk stjórnar félagsins og að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins ef ákveðið hefur verið að slíta því á hluthafafundi enda hafi tillaga um slit verið sam­þykkt þar með minnst 2/ 3 hlutum greiddra atkvæða og af hluthöfum sem ráða yfir minnst 2/ 3 hlutum þess hlutafjár sem farið var með atkvæði fyrir á fundi.
     30.      3. málsl. 1. mgr. 154. gr. orðist svo: Eftirlitið nær m.a. til viðskiptahátta og þess hvort framganga félagsins gagnvart viðskiptavinum þess sé í samræmi við það sem almennt tíðkast hjá vátryggingafélögum með gilt starfsleyfi.
     31.      158. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

             Upplýsingagjöf til þekktra kröfuhafa.

                 Slitastjórn skal tilkynna öllum þekktum kröfuhöfum um slitameðferð vátrygginga­félags.
                 Í tilkynningunni skal lýsa eftir kröfum á félagið eða veita tækifæri til þess að koma að athugasemdum við kröfur, gera grein fyrir tímafrestum til að koma kröfum á framfæri eða gera athugasemdir og hvort eða hverjar afleiðingar það hafi að tímafrestir séu ekki virtir. Í tilkynningu skal einnig koma fram hvaða aðili hefur umboð til að taka við kröfum eða athugasemdum um þær og tilteknar aðrar ráðstafanir sem um kann að vera að ræða. Þá skal koma fram í tilkynningunni hvort kröfuhafar sem eiga forgangskröfur eða njóta veðréttar þurfi að lýsa kröfum sínum.
                 Fyrirsögn tilkynningar skv. 1. mgr. skal bera með sér að um sé að ræða innköllun eða boð um að gera athugasemdir við kröfu og að virða þurfi tímafresti og skal hún vera á öllum opinberum tungumálum aðildarríkja. Tilkynning til kröfuhafa sem á lögheimili í öðru aðildarríki eða hefur þar fasta búsetu eða höfuðstöðvar skal vera á opinberu tungumáli þess ríkis eða einu af opinberum tungumálum þess ríkis.
                 Um tilkynningu til aðila sem byggja rétt sinn á vátryggingarsamningi fer skv. 2. og 3. mgr. eftir því sem við á og skal hún vera á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum þess aðildarríkis þar sem viðkomandi á lögheimili eða hefur fasta búsetu eða höfuðstöðvar.
     32.      159. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

             Kröfulýsingar og athugasemdir við kröfur.

                 Í kröfulýsingu eða athugasemdum sem byggjast á 158. gr. skal tilgreina:
             1.    eðli og fjárhæð kröfu,
             2.    stofndag kröfu,
             3.    hvort krafa eigi að njóta forgangs, hafi veðrétt eða eignarréttarfyrirvara,
             4.    veðandlag kröfu, ef við á.
                 Kröfuhafa sem á lögheimili eða hefur fasta búsetu eða höfuðstöðvar í öðru aðildarríki skal heimilt að leggja fram kröfulýsingu eða athugasemdir við kröfu á opinberu tungu­máli þess ríkis eða einu af opinberum tungumálum þess ríkis. Fyrirsögn kröfulýsingar eða skjals sem hefur að geyma athugasemdir við kröfur skal þó vera á íslensku.
                 Aðilar sem byggja rétt sinn á vátryggingarsamningi þurfa ekki að gera grein fyrir rétthæð þeirra krafna.
     33.      161. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

             Slitameðferð og gjaldþrotaskipti vátryggingafélags.

                 Vátryggingafélag verður ekki tekið til gjaldþrotaskipta nema að kröfu Fjármála­eftirlitsins. Að öðru leyti en mælt er fyrir um í lögum þessum skulu lög nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., gilda um gjaldþrotaskipti vátryggingafélags.
                 Vátryggingakröfur á hendur vátryggingafélagi skulu ganga næst á undan kröfum skv. 113. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Vátryggingafélag skal ávallt geta sýnt fram á umfang þeirra krafna sem ganga á undan vátryggingakröfum.
                 Þegar vátryggingafélag er sett í slitameðferð eða kveðinn er upp úrskurður um gjald­þrotaskipti félagsins skal það ekki hafa áhrif á rétt veðhafa vegna eignarréttinda sem eru í öðru aðildarríki. Íslensk lög gilda þó um réttindi og skyldur aðila sem lúta opinberu eftirliti hérlendis.
                 Hafi vátryggingafélag keypt eign með eignarréttarfyrirvara skal það ekki hafa áhrif á réttindi seljanda sem byggjast á fyrirvaranum ef eign er í öðru aðildarríki þegar vátrygg­ingafélag er sett í slitameðferð eða kveðinn upp úrskurður um gjaldþrotaskipti félagsins. Slitameðferð og gjaldþrot vátryggingafélags hefur ekki áhrif á sölu vátryggingafélags á eign hafi afhending þegar farið fram og eignin verið í öðru aðildarríki þegar slita­meðferð hófst eða úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp.
                 Þrátt fyrir ákvæði 3. og 4. mgr. er heimilt að beita ákvæðum III. kafla laga um samn­ingsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, eða ákvæðum XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, nema lög gistiríkis heimili ekki slíkt.
                 Hafi vátryggingafélag selt fasteign, skip eða flugvél sem háð er opinberri skráningu eða framseljanleg verðbréf eða önnur verðbréf skráð á skipulegum verðbréfamarkaði eftir að vátryggingafélag var sett í slitameðferð eða kveðinn var upp úrskurður um gjald­þrotaskipti félags skulu lög þess ríkis þar sem eign er eða þar sem hin opinbera skráning hefur farið fram gilda um lögmæti löggerningsins.
                 Um áhrif þess að bú vátryggingafélags sé sett í slitameðferð eða kveðinn upp úrskurður um gjaldþrotaskipti á málshöfðun vegna eignar eða annarra réttinda sem vátrygginga­félag hefur látið af hendi fer eftir lögum þess aðildarríkis þar sem málið var höfðað.
                 Ákvæði 2.–4. mgr. 149. gr. gilda um gjaldþrotaskipti og slitameðferð vátrygginga­félags að breyttu breytanda.
                 Vátryggingafélag skal halda sérstaka skrá yfir eignir sem notaðar eru til að jafna þá vátryggingaskuld sem reiknuð er og ávöxtuð. Samsetningu eigna sem færðar eru í slíka skrá þegar slitameðferð eða gjaldþrotaskipti hefjast skal ekki breytt eftir það og ekki skal færa neinar breytingar í skrána aðrar en leiðréttingar á augljósum ritvillum nema með leyfi Fjármálaeftirlitsins. Eigi að síður skal slitastjórn eða skiptastjóri leggja ávöxtun téðra eigna við þær, sem og virði hreinna iðgjalda sem móttekin eru í tengslum við þá tilteknu vátryggingagrein, frá því að slitameðferð eða gjaldþrotaskipti hefjast og þar til vátryggingakröfur eru greiddar eða þar til vátryggingastofn hefur verið fluttur. Ef afraksturinn af sölu eigna er minni en virði þeirra, eins og það er metið í skránni, skal slitastjórn eða skiptastjóri gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir því með rökstuðningi.
     34.      162. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

             Slitameðferð og gjaldþrotaskipti félags með líftryggingastarfsemi.

                 Ákvæði 161. gr. um slitameðferð og gjaldþrot vátryggingafélags gilda um slitameðferð og gjaldþrot félags með líftryggingastarfsemi nema kveðið sé á um annað í ákvæði þessu.
                 Ákvæði 156. gr. um sérstaka meðferð líftryggingastofnsins gilda verði ákveðið að slíta félagi með líftryggingastarfsemi og getur Fjármálaeftirlitið krafist allra gagna frá félag­inu sem nauðsynleg eru til að unnt sé að ljúka uppgjöri hans og ráðstöfun. Auk opin­berrar tilkynningar skv. 2. mgr. 156. gr. skal Fjármálaeftirlitið tilkynna vátryggingar­tökum, vátryggðum og öðrum sem kröfu eiga á vátryggingafélag vegna vátryggingar­samninga og eiga lögheimili eða hafa fasta búsetu eða höfuðstöðvar í öðru aðildarríki um fyrirhugaðan flutning vátryggingastofnsins. Slík tilkynning skal vera á tungumáli þess ríkis þar sem viðkomandi á lögheimili eða hefur fasta búsetu eða höfuðstöðvar.
                 Við slitameðferð eða gjaldþrotaskipti líftryggingafélags skal hvorki telja eignir sem mæta eiga líftryggingaskuldinni með eignum félagsins né líftryggingaskuldina með skuldum þess. Hafi ekki tekist að ljúka greiðslu líftryggingakröfu með eignum þeim sem mæta eiga líftryggingaskuldinni fer um líftryggingakröfuna á hendur félaginu skv. 2. mgr. 161. gr.
     35.      Við 1. mgr. 165. gr.
                  a.      3. tölul. orðist svo: 8. gr. um takmörkun á milligöngu vegna frumtryggingastarfsemi.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 9. gr.“ í 4. tölul. komi: 3. mgr. 10. gr.
                  c.      Tilvísunin „1. mgr.“ í 5. tölul. falli brott.
                  d.      10. tölul. orðist svo: 35. gr. og 36. gr. um samruna.
                  e.      Á eftir tölunni „2.“ í 15. tölul komi: og 4.
                  f.      Í stað orðanna „bann við að hafa starfandi stjórnarformann“ í 16. tölul. komi: tak­markanir á störfum stjórnarformanns.
                  g.      Í stað orðsins „gegna“ í 19. tölul. komi: sinna.
                  h.      Á eftir orðinu „eiganda“ í 26. tölul. og á eftir orðinu „vátryggingafélags“ í 27. tölul. komi: um aðilaskipti.
                  i.      31. tölul. orðist svo: 70. og 71. gr. um hæfi og upplýsingaskyldu endurskoðanda.
                  j.      Í stað tilvísunarinnar „124. gr.“ í 38. tölul. komi: 123. gr.
                  k.      Á eftir 38. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: 124. og 126. gr. vegna starfsemi erlendra aðila hér á landi.
     36.      Við 1. mgr. 169. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 9. gr.“ í 2. tölul. komi: 3. mgr. 10. gr.
                  b.      Tilvísunin „1. mgr.“ í 3. tölul. falli brott.
                  c.      Á undan tilvísuninni „69. gr.“ í 10. tölul. komi: 1. mgr.
                  d.      Á undan tilvísuninni „69. gr.“ í 11. tölul. komi: 2. mgr.
     37.      Við 174. gr.
                  a.      Í stað dagsetningarinnar „1. mars“ í 1. mgr. komi: 1. október.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Lög nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, skulu þó gilda um vátryggingafélög sem lúta stjórn skilastjórnar við gildistöku laga þessara.
     38.      Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir ákvæði 92. gr. skulu kjarnagjaldþolsliðir flokkaðir sem gjaldþolsþáttur 1 í tíu ár frá gildistöku laga þessara með þeim skilyrðum að:
             1.    Liðirnir hafi verið útgefnir fyrir gildistöku laga þessara.
             2.    Unnt hafi verið að nota liðina fyrir gildistöku laga þessara til að fullnægja allt að 50% af lágmarksgjaldi skv. lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi.
             3.    Liðirnir mundu ekki að öðru leyti flokkast sem gjaldþolsþáttur 1 eða 2 skv. 92. gr.
                 Þrátt fyrir ákvæði 92. gr. skulu kjarnagjaldþolsliðir flokkaðir sem gjaldþolsþáttur 2 í tíu ár frá gildistöku laga þessara með þeim skilyrðum að:
             1.    Liðirnir hafi verið útgefnir fyrir gildistöku laga þessara.
             2.    Unnt hafi verið að nota liðina fyrir gildistöku laga þessara til að fullnægja allt að 25% af lágmarksgjaldi samkvæmt lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi.