Ferill 741. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1557  —  741. mál.
Nr. 54/145.


Þingsályktun

um fjármálastefnu fyrir árin 2017–2021.


     Alþingi ályktar, sbr. lög 123/2015, um opinber fjármál, að stjórnvöld fylgi stefnumörkun um opinber fjármál fyrir árin 2017–2021 samkvæmt eftirfarandi yfirliti um áformaða afkomu- og skuldaþróun opinberra aðila, þ.e. hins opinbera og fyrirtækja í eigu þess, fyrir fjárlagaárið 2017 og næstu fjögur ár þar á eftir á grundvelli þeirra forsendna sem fjármálastefnan er reist á.
    
Hlutfall af vergri landsframleiðslu 2017 2018 2019 2020 2021
Hið opinbera, A-hluti
    Heildarafkoma      1,0 1,0 1,0 1,0 1,0
        þ.a. ríkissjóður, A-hluti      1,0 1,0 1,0 1,0 1,0
        þ.a. sveitarfélög, A-hluti      0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
    Heildarskuldir1      34 30 29 28 26
        þ.a. ríkissjóður, A-hluti      28 24 23 22 21
        þ.a. sveitarfélög, A-hluti      6,3 5,9 5,7 5,6 5,4
Opinberir aðilar í heild
    Heildarafkoma      0,0 0,1 0,7 1,1 1,3
        þ.a. hið opinbera, A-hluti      1,0 1,0 1,0 1,0 1,0
        þ.a. fyrirtæki hins opinber      -1,0 -0,9 -0,3 0,1 0,3
    Heildarskuldir1      59 55 53 52 49
        þ.a. hið opinbera, A-hluti      34 30 29 28 26
        þ.a. fyrirtæki hins opinbera      25 25 24 24 23
1 Heildarskuldir skv. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.

Samþykkt á Alþingi 18. ágúst 2016.