Ferill 833. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1569  —  833. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hvaða forsendur eru fyrir álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar?
     2.      Er aðeins horft til stærðar kassa (km/klst.) við útreikning gjaldsins eða einnig til notkunar, svo sem hvort vélin er notuð annars staðar en á vegslóðum, túnum o.þ.h. á landareign eiganda?
     3.      Hver er heildarupphæð bifreiðagjalds á nýskráðar landbúnaðarvélar ár hvert?
     4.      Stendur til að endurskoða álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar?


Skriflegt svar óskast.