Ferill 811. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1655  —  811. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur um nýjan tækjakost á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Í hvaða tækjum hafa Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri fjárfest á grunni þeirrar tækjakaupaáætlunar sem unnið hefur verið eftir frá árinu 2014? Svar óskast sundurliðað eftir árum, kostnaði og helstu upplýsingum um notkunargildi hvers tækis.

    Á báðum sjúkrahúsunum, Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, eru gerðir listar yfir þau tæki sem þarf að endurnýja. Forgangsraðað er á tækjakaupalistana út frá ýmsum viðmið­um, svo sem aldri og ástandi viðkomandi tækis en jafnframt þörf og nýtingu tækisins fyrir viðkomandi sjúkrahús. Einnig koma ný tæki á markaðinn en þá er kostnaður og notagildi tækjanna metinn ásamt áætlaðri þörf.
    Yfirlit yfir sundurliðuð útgjöld og notkunargildi tækjanna og búnaðarins má sjá hér á eftir.
Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 30,5 m.kr. viðbótarfjármagn árið 2015 vegna kaupa á búnaði í sjúkraflugvél á árunum 2013 og 2014.
    Fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna.


Sjúkrahúsið á Akureyri

2014
Tæki Upplýsingar um notkunargildi Kostnaður Fjárheimild
Smásjá Fyrir bæklunardeild vegna hryggaðgerða, ýmis búnaður og verkfærasett vegna gervi­liðaaðgerða 28,0 41,6
Svæfingavélar Til notkunar á svæfinga- og gjörgæsludeild 32,7 21,2
Probe-skoðunartæki Til notkunar á fæðinga- og kvensjúkdóma­deild 1,9 0,7
Sónar Fyrir fósturgreiningar 15,5 12,0
Myndgjafi, haki og ýmis búnaður vegna skurðaðgerða Til notkunar á skurðstofu og sótthreinsun 16,6 8,3
Catalyst Switches 2960 S Fyrir tölvu- og upplýsingatæknideild 2,3 5,1
Skolpottur, standlyfta, baðbekkur og segullyftari Til notkunar á lyflækningadeild 3,7 3,7
Vöktunarkerfi Til notkunar á barnadeild 14,4 0,0
Speglunartæki Til notkunar á almennri göngudeild 5,5 11,0
Búnaður vegna sjúkraflugs Til notkunar við sjúkraflug, slysa- og bráðalækningar 25,5 0,0
Bráðavagn, monitor og skoð­unarlampi Fyrir slysa- og bráðamóttöku 10,2 4,4
Ómhaus Fyrir myndgreiningadeild 99,8 74,2
Blóðtökustólar og blóðtökubekkur Fyrir rannsóknadeild 1,6 9,6
Stuðtæki og ambu-kall Fyrir deild kennslu, vísinda og gæða 4,3 3,2
Matarbakkakerfi og hraðkælir Fyrir eldhús 6,7 7,3
Skúringavél Fyrir ræstimiðstöð 0,7 0,0
Tæki til eftirlits/mælinga á myndgreiningatækjum Fyrir tækni- og innkaupadeild 3,7 2,4
Ófyrirséð (var notað til kaupa á sjúkraflugbúnaði, svæfingavél, vöktunarkerfi og búnaði á myndgreiningadeild – sjá ofar) 68,3
Samtals 2014 273,2 273,0
Fjárheimild samkvæmt tækjakaupaáætlun 273,0

2015
Tæki           Upplýsingar um notkunargildi Kostnaður Fjárheimild
Vökvadælur Til notkunar við skurðlækningar 2,0 2,3
Blóðskilunarvél 2 m.kr.,vatns-
hreinsivél 1,8 m.kr., vökva- og blóðgjafadæla 1,3 m.kr., vökva­dælur 3,0 m.kr., blóðhreinsivél 4,7 m.kr. og pacemaker 0,6 m.kr.
Til notkunar á svæfinga- og gjörgæsludeild 13,5 21,1
Fæðingarrúm 2,4 m.kr. og vökvadælur 0,8 m.kr. Til notkunar á fæðingadeild 3,2 2,7
Dýnur á skurðarborð og ýmis verkfæri og búnaður Til notkunar á skurðstofu og sótthreinsun 10,4 9,6
Afritunarmiðstöð og switsar Fyrir tölvu- og upplýsingatæknideild 4,5 6,0
Heilaritamagnari – bendill 1,4 m.kr. og kæfisvefnmælir 1,6 m.kr. Til notkunar við lyflækningar 3,0 1,5
Vökvadælur Fyrir lyflækningadeild 2,0 2,0
Vökvadælur og vaxpottur Fyrir Kristnesspítala 0,4 1,1
Bilirubin-mælir og vökvadælur Fyrir barnadeild 6,2 5,3
Speglunartæki og vökvadælur Fyrir almenna göngudeild 5,5 4,0
Vökvadælur, skoðunarstóll og skoðunarljós Fyrir bráðamóttöku 2,5 2,0
Stafrænt gegnumlýsingartæki 60,5 m.kr. og annar búnaður 73,4 m.kr. Fyrir myndgreiningardeild 133,9 73,0
Blóðgastæki, smásjá, miðaprentari, blóðdreifitæki og kæliskápur Fyrir rannsóknardeild 18,7 15,4
Sharepoint-hugbúnaður 620 þús.kr. og LP15 Trend Fyrir deild kennslu, vísinda og gæða 2,9      0,0
Timjan-pöntunarkerfi 3,5 m.kr. og uppþvottavél 0,9 m.kr.     Fyrir eldhús 4,4 5,0
Ökutæki Endurnýjun á sendibifreið og bifreið í Kristnesi 11,7 9,5
Eftirlitskerfi 0 10,5
Ófyrirséð 0 19,3
Samtals 2015 224,9 189,9
Fjárheimild samkvæmt tækjakaupaáætlun 189,9
Áætluð kaup 2016
Tæki Upplýsingar um notkunargildi Kostnaður Fjárheimild
Fæðingarrúm og Gyn skoðunar­bekkur Til notkunar á fæðingadeild 2,9 2,5
Toppur, skurðarborð og fylgihlutir Til notkunar á skurðstofu 10,5 2,0
Meraki MR32 Cloud ManAP Fyrir tölvu- og upplýsingatæknideild 0,8 3,0
Endoscopy Til notkunar á almennri göngudeild 1,3 1,5
Magnetom, þjónustusamningur, og CT-tæki, þjónustusamningur Fyrir myndgreiningardeild 13,1 22,5
Sláttutraktor og kerra Fyrir húsumsjón 2,6 2,8
Önnur áætluð kaup: 128,6 128,6
          Massimo mettunarmælir Fyrir skurðlækningadeild
          Sveiganlegt barka­speglunartæki Fyrir svæfinga- og gjörgæsludeild
          Súlur á skurðstofurnar Fyrir skurðdeild
          Autoklavi (sótthreinsun) Fyrir skurðdeild
          Catalyst Switches 2960 S Fyrir tölvu- og upplýsingatæknideild
          Hjartalínuritstæki Fyrir bráðamóttöku
          Segulómtæki, leiga Fyrir myndgreiningardeild
          RIS-uppfærsla Fyrir myndgreiningardeild
          ColdHead (endurnýjun á 3 ára fresti) Fyrir myndgreiningardeild
          Osmometer Fyrir rannsóknadeild
          Glims, rannsóknakerfi Fyrir rannsóknadeild
          Kæliskilvinda Fyrir rannsóknadeild
          Endurlífgunarráð, ALS ungbarna Fyrir kennslu-, vísinda- og gæðastarf
          Símstöð Fyrir sameiginlegt húsnæði/samkostnaður
          Fjarfundabúnaður Fyrir sameiginlegt húsnæði/samkostnaður
          Eftirlits- og aðgangsstýringar Fyrir sameiginlegt húsnæði/samkostnaður
          Óráðstafað/ófyrirséð Fyrir sameiginlegt húsnæði/samkostnaður
Samtals áætlað 2016 159,8 162,9
Fjárheimild samkvæmt tækjakaupaáætlun 162,9

Landspítali

2014
Tæki Upplýsingar um notkunargildi Kostnaður Fjárheimild
Blóðrannsóknartækjasamstæða fyrir almennar blóðprufur Fyrir kjarnarannsóknir 198,9 198,9
Svæfingavélar og mónitorar skv. rammasamningi Fyrir skurðdeildir 198,7 198,7
Röntgentæki Fyrir æðaþræðingarstofu 165,1 165,1
Ísótópatæki Til notkunar á myndgreiningardeild 151,7 151,7
Hjartaþræðingartæki Til notkunar á myndgreiningardeild 134,2 47,2
Lífsmarkaeftirlitsbúnaður Til notkunar á ýmsum deildum spítalans 49,7 49,7
C-bogi, röntgentæki Fyrir myndgreiningardeild 56,5 56,5
Laser CO2 Til notkunar við háls- nef- og eyrnalækningar 21,6 21,6
Harðir diskar í tölvur Tæknilegir innviðir fyrir tölvu- og upp­lýsingatæknideild 2,7 2,7
Lapróskópíustæða, 3 stk Fyrir vídeóholsjáraðgerðir á skurðstofum 36,1 36,1
Ómtæki á HB og FV Til notkunar við ómskoðun á börnum 44,4 44,4
Augnsneiðmyndatæki OCT Fyrir augnlækningar 15,7 15,7
Rafbrennslutæki fyrir skurð­aðgerðir Fyrir skurðstofur 21,9 21,9
Myndavélaróbot Fyrir skurðaðgerðir 4,0 4,0
Ytri hjartagangráðar Til notkunar við bráðatilvik og aðgerðir 2,6 2,6
CAT system fyrir storkumeina­stöð, tæki fyrir vefjarannsóknir, þvottavél fyrir svæfingardeild o.fl. ósundurliðað Til notkunar á ýmsum deildum 195,5 147,7
Röntgentæki Til notkunar á myndgreiningardeild – eldri skuldbindingar 107,0 97,4
Samtals 2014 1.406,4 1.262,0
Fjárheimild samkvæmt tækjakaupaáætlun 1.262,0
    
2015
Tæki                Upplýsingar um notkunargildi Kostnaður Fjárheimild
Röntgentæki (föst, móbíl)     Fyrir myndgreiningardeild     112,0      112,0
Aðgerðaþjarkur Til notkunar við skurðaðgerðir 269,3 132,1
Vararafstöð Hluti af vararafstöð fyrir Fossvogshúsið 25,0 25,0
Diskastæður Hluti af miðlægum geymslubúnaði spítalans 90,0 90,0
Gegnumlýsingartæki Fyrir myndgreiningardeild 63,5 63,5
Hreyfanlegt röntgentæki, C-bogi/ O-bogi Til notkunar við heilaaðgerðir, almennar bæklunaraðgerðir o.fl. 126,6 126,6
Miðlægur blóðsýnatökubúnaður     Fyrir kjarnarannsókn 66,1 66,1
Svæfingarvélar með mónitorum Til notkunar á ýmsum deildum 111,5 111,5
Tölvubúnaður o.fl. sem tilheyra lækningatækjum Tæknilegir innviðir v. lækningatækja 29,6 29,6
Mónitorar (ýmsar deildir) Áframhaldandi samræming á lífsmarka­gæslutækjum á spítalanum 71,4 71,4
Skurðarborð Fyrir skurðstofur 53,8 53,8
Geislaplöntunarkerfi v. línuhraðals Fyrir myndgreiningardeild 50,1 50,1
Ósæðadælur (3 stk.) Fyrir ósæðaaðgerðir 17,7 17,7
Dauðhreinsiofnar Fyrir veirufræði 31,9 31,9
Massagreinir Fyrir rannsóknardeildir 63,5 63,5
Skurðstofulampar Fyrir skurðstofur 25,9 25,9
Hjartaómtæki Fyrir hjartadeild 24,8 24,8
Mósatæki Rannsóknartæki til að flýta niðurstöðum rannsókna hvort viðkomandi sjúklingur þurfi að fara í eingangrun 15,1 15,1
Maldi Tof-tæki Fyrir rannsóknardeildir 24,9 24,9
Hugbúnaður fyrir lyfjablöndun Fyrir eftirlit og utanumhald á lyfja­blöndun á apóteki spítalans 8,8 8,8
Davinci-þvottavél Sértæk þvottavél fyrir DaVinci-aðgerða­þjark 11,8 11,8
Rannsóknartæki (Frumuflæðisjá) Fyrir blóðbankann til rannsóknar á blóði blóðgjafa 17,6 17,6
Nefskoðunartæki (fiberscope) Fyrir háls- nef- og eyrnadeild 3,0 3,0
GFR-mælitæki fyrir nýrnastarfsemi Fyrir ísótópadeild 6,0 6,0
Sjúkrarúm Fyrir ýmsar deildir 87,2 0,8
Fibroskanni fyrir meðferðarverkefni um lifrarbólgu C* 19,8 19,8
Ýmis tæki og búnaður, ósundurliðað     Fitusogstæki, kæliskápur fyrir krufningar­deild, tæki fyrir vefjarannsóknir, búnaður fyrir rannsóknarkjarna, fyrir háls-, nef- og eyrnalækningar og fiberscope fyrir göngudeild þvagfæra auk minni búnaðar á ýmsum deildum 198,7 180,5
Röntgentæki Til notkunar á myndgreiningardeild – eldri skuldbindingar 93,9 61,8
Samtals 2015           1.719,5 1.445,6
Fjárheimild samkvæmt tækjakaupaáætlun 1.445,6

    Í þeim tilfellum þar sem kostnaður er hærri en fjárheimild hefur mismunur verið greiddur af rekstrarfé stofnananna. Við kaup Landspítalans á tveimur hjartaþræðingatækjum, sem keypt voru árin 2014 og 2016, og aðgerðaþjarka og sjúkrarúm, sem keypt voru árið 2015, var einnig notað gjafafé að hluta.

Áætluð kaup 2016
Tæki Upplýsingar um notkunargildi Kostnaður Fjárheimild
Röntgentæki, föst/skyggni/móbíl Fyrir myndgreiningardeild 110,0 110,0
Speglunartæki Fyrir rannsóknardeildir 72,0 72,0
Stjórnbúnaður fyrir vararafstöð Fyrir vararafstöð 65,0 65,0
Hjartaþræðingartæki Fyrir hjartaþræðingu 80,0 60,0
Blöndunarskápar fyrir krabba­meinslyf Fyrir apótek 23,0 23,0
Tæki til meðhöndlunar krabbameinssjúklinga Til notkunar við innri geislameðferð 17,2 17,2
Önnur áætluð kaup: 475,2 475,2
          Hugbúnaðaruppfærsla fyrir segulómunartæki Til notkunar við rannsóknir
          Fæðingarritar Fyrir fæðingardeild
          Vöktunarkerfi fyrir fæð­ingarrita Fyrir fæðingardeild
          Hjarta- og lungnavélar Fyrir skurðdeildir
          Skurðarborð Fyrir skurðdeildir
          Röntgenbúnaður og ómbún­aður Fyrir brjóstamiðstöð
          Dauðhreinsofnar (3stk) Fyrir skurðstofur
          FACS-greinir Fyrir rannsóknir í blóðmeinafræði
          Skurðstofulampar Fyrir skurðstofur
          Tæknilegir innviðir v. tækjabúnaðar Vegna nauðsynlegs tölvubúnaðar við kaup á nýjum tækjum
          Aðgerðasmásjá Fyrir skurðstofur
          Lífsmarkariti Fyrir bráðadeildir
          Gjörgæslukerfi Stjórnunarkerfi fyrir gjörgæsludeildir, svæfingu og skurðstofur. Kerfi sem kemur í staðinn fyrir handskrifaðar sjúkraskrár
          Þvottavélar/þurrkskápar v. speglun Fyrir speglunardeild
          Sérhæfð sjúkrarúm Sjúkrarúm fyrir mjög veikt og mikið slasað fólk
          Öndunarvélar (BiPAP), 12 stk. Vélar sem notaðar eru vegna meðhöndlunar á kæfisvefni
          Phaco-tæki (augnsteina­brjótur) Fyrir augasteinsskipti
          Sjúkrakallskerfi Uppfærsla
          Blóðskilunarvélar Fyrir blóðskilunardeild
          Sneiðmyndatæki Fyrir rannsóknardeildir
Ýmis minni tæki og búnaður, ósundurliðað Ýmislegur minni búnaður og tæki og bráðakaup á búnaði á ýmsum deildum 161,6 150,0
Röntgentæki Til notkunar á myndgreiningardeild, eldri skuldbindingar 72,2 59,2
Samtals áætlað 2016 1.076,2 1.031,6
Fjárheimild samkvæmt tækjakaupaáætlun 1.031,6