Ferill 657. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1697  —  657. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum (gjafsókn).

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


1.      Í stað 1. efnismgr. 2. gr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             1. Einstaklingi má veita gjafsókn ef fjárhag hans er þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði honum fyrirsjáanlega ofviða enda sé nægilegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar.
             2. Einstaklingi og samtökum almennings er uppfylla skilyrði 3. og 4. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, má veita gjafsókn þegar úrlausn máls hefur almenna þýðingu á sviði umhverfismála enda sé nægilegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar.
2.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við 130. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             5. Í málum þar sem úrlausn máls hefur almenna þýðingu á sviði umhverfismála er heimilt að víkja frá ákvæðum 1. og 2. mgr. í því skyni að tryggja víðtækan aðgang að dómsmálum í slíkum málum.