Ferill 836. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1722  —  836. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eignarhald á jörðum.


     1.      Hversu margir eigendur eru að þeirri jörð sem hefur flesta eigendur?
    Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 80 eigendur að þeirri jörð sem skráð er með flesta eigendur.

     2.      Að hve mörgum jörðum eru tíu eigendur eða fleiri og hve margar þeirra eru ekki nýttar, þ.m.t. fyrir sumarhúsabyggð eða hvers konar rekstur?
    Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 250 jarðir þar sem skráðir eigendur eru 10 eða fleiri, þar af eru 140 jarðir með byggingum og 110 óbyggðar. Ekki eru tiltækar upplýsingar um það hvort jörð er nýtt heldur einungis hvort fasteign er á jörðinni eða ekki. Dánarbú getur verið eigandi jarðar og telst þá sem einn eigandi óháð því hvað erfingjar eru margir.

     3.      Hve margar jarðir eru í eigu erlendra aðila?

    Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 7.637 jarðir skráðar í fasteignaskrá. Þar af eru 7.253 jarðir í eigu aðila með lögheimili skráð á Íslandi, 62 jarðir eru að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis. Hafa ber í huga að eigandi eignar sem hefur lögheimili erlendis getur haft íslenskt ríkisfang og eigandi eignar með lögheimili á Íslandi getur haft erlent ríkisfang.