Ferill 818. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1786  —  818. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Frá Frosta Sigurjónssyni.


    Við 3. gr.
     a.      1. málsl. orðist svo: Velji rétthafi að greiða bæði inn á afborgun og höfuðstól óverð­tryggðs láns, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 2. gr., skal viðbótariðgjald rétthafa fyrst koma til ráð­stöfunar sem afborgun óverðtryggðs láns áður en iðgjaldi er ráðstafað inn á höfuðstól á fyrstu tólf mánuðum samfellds tíu ára tímabils.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Ráðstöfun inn á óverðtryggt lán.

Greinargerð.

    Í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins er heimild til að nýta iðgjald sem afborgun inn á óverðtryggt lán. Heimildin tekur mið af því að greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur verið þyngri en greiðslubyrði verðtryggðra lána fyrstu árin. Með því að létta á greiðslubyrði óverð­tryggðra lána á því skeiði er fleirum gert kleift að taka óverðtryggð lán. Í breytingartillögunni felst að 3. gr. verður í samræmi við 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. hvað þetta varðar.