Ferill 638. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Nr. 65/145.

Þingskjal 1801  —  638. mál.


Þingsályktun

um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018.


    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, að á árunum 2015–2018 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi verkefnaáætlun sem er hluti af og innan ramma samgönguáætlunar fyrir árin 2011–2022 þar sem mörkuð er stefna og markmið sett fyrir allar greinar samgangna á gildistíma áætlunarinnar.
    Fjárhæðir ársins 2015 eru á nafnverði en aðrar fjárhæðir eru á verðlagi fjárlaga fyrir árið 2016 í milljónum króna.

1. VEG- OG HAFNAÁÆTLUN 2015–2018.
1.1. Fjármál.
1.1.1 Tekjur og framlög.


Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
06-651 Vegagerðin
Bensíngjald 7.310 7.600 8.233 9.150 32.293
Þungaskattur, kílómetragjald 770 820 904 1.004 3.498
Olíugjald 8.140 8.200 8.930 9.925 35.195
Vitagjald 274 285 317 354 1.230
Viðskiptahreyfing 1.173 917 1.396 826 4.312
Markaðar tekjur samtals 17.667 17.822 19.780 21.259 76.528
Framlag til innanlandsflugs 313 306 310 610 1.539
Framlag til almenningssamgangna
    á höfuðborgarsvæðinu
896 989 996 996 3.877
Framlag samkvæmt tillögu ríkisstjórnar 1.800 3.000 3.000 7.800
Framlag til jarðganga – Norðfjarðargöng 3.000 3.000 2.230 8.230
Framlag til jarðganga – Dýrafjarðargöng 1.500 3.000 4.500
Framlag til jarðganga – Seyðisfjarðargöng 70 70 140
Framlag til jarðgangarannsókna – Siglufjörður–Fljót 5 5 10
Framlag til jarðgangarannsókna –
    Skutulsfjörður–Álftafjörður
5 5 10
Jarðgangarannsóknir 10 10 20
Framlag til jarðganga undir Húsavíkurhöfða 850 1.490 670 3.010
Framlag til sjóvarnargarða 106 198 206 106 616
Framlag til vitabygginga 29 29 29 29 116
Framlag til smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju 500 1.700 1.400 3.600
Framlag til rannsókna – Grynnslin 5 20 20 45
Önnur framlög úr ríkissjóði 6.115 6.135 12.250
Bein framlög úr ríkissjóði alls 6.994 6.517 16.866 15.386 45.763
Greiðslur úr ríkissjóði samtals 24.661 24.339 36.646 36.645 122.291
Sértekjur
Almennar sértekjur 385 385 385 385 1.540
Tekjur af Landeyjahöfn 10 10 10 10 40
Sértekjur samtals 395 395 395 395 1.580
Til ráðstöfunar alls 25.056 24.734 37.041 37.040 123.871
06-662 Hafnarframkvæmdir
Tekjur og framlög
Framlag úr ríkissjóði 838 1.461 1.858 1.306 5.463


1.1.2 Skipting útgjalda.

Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
06-651 Vegagerðin. Gjöld.
Rekstur Vegagerðarinnar
1.01 Almennur rekstur 833 839 856 856 3.384
Yfirstjórn, skrifstofuhald o.fl. 407 414 414
Vaktstöð siglinga 284 297 297
Viðhald vita og leiðsögukerfa 142 145 145
1.02 Innheimtukostnaður markaðra tekna 81 81 81 81 324
Rekstur samtals 914 920 937 937 3.708
1.41 Rekstur Landeyjahafnar 10 10 10 10 40
Þjónusta, styrkir, rannsóknir og viðhald
1.07 Þjónusta 4.787 4.420 4.500 4.500 18.207
1. Viðhald vegmerkinga
2. Samningar við sveitarfélög
3. Viðhaldssvæði
4. Vetrarviðhald
1.11 Styrkir til ferja og sérleyfishafa 1.498 1.521 1.725 1.725 6.469
1.12 Styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsv. 896 989 996 996 3.877
1.13 Styrkir til innanlandsflugs 313 306 310 610 1.539
1.21 Rannsóknir
1. Rannsóknasjóður 144 142 150 150 586
2. Rannsóknir, Seyðisfjarðargöng 70 80 150
3. Rannsóknir og frumhönnun,
jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta
5 5 10
4. Rannsóknir, jarðgöng milli Skutulsfjarðar
og Álftafjarðar
5 5 10
5. Rannsóknir, Grynnslin við Hornafjörð 5 20 20 45
Þjónusta, styrkir og rannsóknir 7.708 7.463 7.711 8.011 30.893
5.10 Viðhald 6.350 5.850 9.000 9.000 30.200
1. Veggöng
2. Viðhald, bundið slitlag
3. Viðhald malarvega
4. Styrkingar og endurbætur
5. Brýr og varnargarðar
6. Umferðaröryggi
7. Vatnaskemmdir
8. Viðhald girðinga
9. Frágangur gamalla efnisnáma
10. Minjar og saga
Viðhald samtals 6.350 5.850 9.000 9.000 30.200
Stofnkostnaður, vegir
Stofn- og tengivegakerfi
1. Almenn verkefni 4.384 3.156 9.855 10.735 28.130
2. Tengivegir malbik 910 918 1.467 1.476 4.771
3. Breikkun brúa 100 100 800 800 1.800
4. Hjóla- og göngustígar 200 200 330 330 1.060
5. Viðbót í fjárlögum 2016 235 235
6. Jarðgöng 3.010 3.180 3.810 3.580 13.580
6.1 Jarðgöng, Bakki 850 1.490 670 3.010
Stofn- og tengivegir samtals 9.454 9.279 16.932 16.921 52.586
Annað en stofn- og tengivegir
1. Héraðsvegir 70 70 90 190 420
2. Landsvegir utan stofnvegakerfis 120 120 120 120 480
3. Styrkvegir 50 50 50 50 200
4. Reiðvegir 60 60 60 60 240
5. Smábrýr 40 40 50 50 180
6. Girðingar 50 50 50 60 210
7. Samgöngurannsóknir 20 20 20 20 80
Annað en stofn- og tengivegir samtals 410 410 440 550 1.810
6.60 Vitabyggingar 29 29 30 30 118
6.80 Sjóvarnargarðar 106 198 206 106 616
6.81 Vestmannaeyjaferja 500 1.700 1.400 3.600
Afskrift markaðra tekna 75 75 75 75 300
Sértekjur -395 -395 -395 -395 -1.580
Samtals greitt af fjárlagalið 06-651 24.661 24.339 36.646 36.645 122.291
Greitt úr ríkissjóði 6.994 6.517 16.866 15.386 45.763
Innheimt af ríkistekjum 17.592 17.747 19.705 21.184 76.228
Viðskiptahreyfingar 75 75 75 75 300
Samtals 24.661 24.339 36.646 36.645 122.291
06-662 Hafnarframkvæmdir
1.01 Almennur rekstur 13 14 4 4 35
6.70 Hafnabótasjóður 167 827 1.158 1.067 3.219
6.72 Landeyjahöfn 387 384 345 232 1.348
6.73 Húsavíkurhöfn 238 233 348 819
6.75 Dýpkun fyrir utan innsiglingu
    við Höfn í Hornafirði
30 30
6.76 Ferjubryggjur 3 3 3 3 12
838 1.461 1.858 1.306 5.463
Greitt úr ríkissjóði 838 1.461 1.858 1.306 5.463


1.2 Stofn- og tengivegir.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Vegheiti Lengd kafla [km] Veg­tegund Kostnaður millj. kr. 2015
VV 15.800
2016
VV 15.800
2017
VV 15.800
2018
VV 15.800
2019+ Framhald


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Kaflaheiti
SUÐURSVÆÐI I
Undirbúningur verka utan áætlunar 200 50 50 50 50 +
1 Hringvegur
d4–d5 Norðaustan Selfoss, brú á Ölfusá 5 C8 4.500 50 50 50 + X X X
d6 Selfoss–Hveragerði 10 B15,5 5.000 100 500 1.200 + X X
d8 Um Hellisheiði B15,5 / A22 2.100 880 70 X X
30 Skeiða- og Hrunamannavegur
08 Einholtsvegur–Biskupstungnabraut 4,4 C8 285 150 + X X
35 Biskupstungnabraut
08 Austan Geysissvæðis 1,0 C8 60 60 X X
208 Skaftártunguvegur
00 Um Eldvatn 0,5 C8 420 400 X X X
249 Þórsmerkurvegur
01 Breikkun brúar á Seljalandsá C8 38 38 X X
355 Reykjavegur
01 Biskupstungnabraut–Laugarvatnsvegur 8 C8 700 250 450 X X X
375 Arnarbælisvegur
01 Hringvegur–Ósgerði 4,5 C7 120 60 + X X
550 Kaldidalur 13 C8 300 300 X X
Samtals Suðursvæði I 1.230 308 1.310 1.960
SUÐURSVÆÐI II (Reykjavík og Suðvestursvæði)
Undirbúningur verka utan áætlunar 160 40 40 40 40 +
1 Hringvegur     
e3 Bæjarháls–Nesbraut 1,0 A34 300 300 X X
f3 Skarhólabraut–Langitangi 510
f5 Um Kjalarnes 700 + X X
40 Hafnarfjarðarvegur     
Gatnamót við Vífilsstaðaveg 350 X X
41 Reykjanesbraut
15 Undirgöng í Kópavogi A34 320 100 100 200 X
14–15 Sunnan Hafnarfjarðar 9 A34 6.300 1.000 + X X
21 Tvö hringtorg í Reykjanesbæ A22 200 200 X
44 Hafnavegur
01 Reykjanesbraut–flugvöllur 0,6 C10 100 100 X
48 Kjósarskarðsvegur
01–11 Hvalfjörður–Þingvallavegur 13,2 C7 750 400 300 X X X
411 Arnarnesvegur
Reykjanesbraut–Fífuhvammsvegur A22 700 320 380 100 X X
415 Álftanesvegur
04 Hafnarfjarðarvegur–Bessastaðavegur 4,5 A22 900 276 X X X
427 Suðurstrandarvegur 6
450 Sundabraut*
Bætt umferðarflæði, almenningssamgöngur 200 200 200 200 X X X
Umferðarstýring á höfuðborgarsvæðinu 50 30 30 30 X X X
Öryggisaðgerðir 100 100 100 100 X
Göngubrýr og undirgöng 100 100 130 130 X X X
Samtals Suðursvæði II 1.492 950 2.850 2.010
* Leitað verði leiða til að fjármagna Sundabraut með aðkomu einkaaðila.
VESTURSVÆÐI
Undirbúningur verka utan áætlunar 200 50 50 50 50
52 Uxahryggjavegur
05 Ýmsir staðir C8 800 200 300 + X X
54 Snæfellsnesvegur
10 Fróðárheiði 4,4 C8 400 200 + X X
19–23 Um Skógarströnd, ýmsir staðir 125 125
60 Vestfjarðavegur
25–28 Um Gufudalssveit Óvíst C8 Óvíst 50 300 1.200 1.200 + X X X
31–33 Eiði–Kjálkafjörður 16,1 C8 3.850 450 X X X
35–37 Dynjandisheiði 32,0 C8 4.500 400 450 + X X
39 Dýrafjarðargöng, sjá jarðgangaáætlun
61 Djúpvegur
34 Hestfjörður–Seyðisfjörður 150 +
36–39 Súðavíkurhlíð, snjóflóðavarnir C8 130 120 X X X
68 Innstrandavegur
10 Heydalsá–Þorpar 235 50 + X X
612 Örlygshafnarvegur
04 Um Hvallátur 120
643 Strandavegur
04 Um Bjarnarfjarðarháls 7,0 C7 650 200 280 170 X X X
04 Um Veiðileysuháls 700 200 + X X
Samtals Vestursvæði 950 760 2.365 2.545
NORÐURSVÆÐI
Undirbúningur verka utan áætlunar 200 50 50 50 50
1 Hringvegur
Akureyri, öryggisaðgerðir 200 100 100 X X X
Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót C8 50 50 50 X X X
74 Skagastrandarvegur     
Hringvegur–Laxá 8,5 C8 1.350 50 150 + X X X
711 Vatnsnesvegur
03 Um Tjarnará 1,8 C7 200 200 X X
793 Skarðsvegur
01 Í Skarðsdal 1,0 C7 200 100 100 X
815 Hörgárdalsvegur
01 Skriða–Brakandi 4,0 C7 210 200 + X X
842 Bárðardalsvegur vestri
01 Hringvegur–Hlíðarendi 11,0 C8 250 250 + X X
862 Dettifossvegur
02–04 Dettifossvegur vestri – Norðausturvegur 30,0 C8 2.712 612 500 800 800 X X X
Samtals Norðursvæði 662 700 1.400 1.550
AUSTURSVÆÐI
Undirbúningur verka utan áætlunar 200 50 50 50 50
1 Hringvegur
t7 Skriðuvatn–Axarvegur 6,0 C8 350 350 X X X
u4–u5 Um Berufjarðarbotn 4,7 C8 970 200 400 370 + X X
v6–v9 Um Hornafjarðarfljót 18,0 C8 4.250 88 1.000 1.000 + X X X
y0 Morsá (Skeiðará) C8 430 230 X X
85 Norðausturvegur
31–33 Sunnan Brekknaheiðar 100 +
92 Norðfjarðarvegur     
09 Norðfjarðargöng, sjá jarðgangaáætlun
93 Seyðisfjarðarvegur
Öryggisaðgerðir 100 X X
Seyðisfjarðargöng, sjá jarðgangaáætlun
94 Borgarfjarðarvegur
Ýmsir staðir 15,0 C8 1.000 250 750 + X X X
939 Axarvegur, undirbúningur og útboð 18,6 C8 2.400 50 +
Samtals Austursvæði 50 438 1.930 2.670
SAMTALS STOFN- OG TENGIVEGIR 4.384 3.156 9.855 10.735
SAMEIGINLEGT OG ÓSKIPT
Stofn- og tengivegir
Tengivegir, malbik 910 918 1.467 1.476 + X X X
Breikkun brúa 100 100 800 800 + X X
Hjóla- og göngustígar 200 200 330 330 + X X X
Viðbót í fjárlögum 2016 235
Annað
Samgöngurannsóknir 20 20 20 20 +
Héraðsvegir 70 70 90 190 +
Landsvegir utan stofnvegakerfis 120 120 120 120 +
Styrkvegir 50 50 50 50 +
Reiðvegir 60 60 60 60 +
Smábrýr 40 40 50 50 + X X
Girðingar 50 50 50 60 + X
Samtals sameiginlegt og óskipt 1.620 1.863 3.037 3.156
SAMTALS STOFNKOSTNAÐUR ÁN JARÐGANGA 6.004 5.019 12.892 13.891
JARÐGANGAÁÆTLUN
60 Vestfjarðavegur
39 Dýrafjarðargöng 11,8 T8,5 9.200 100 1.500 3.500 + X X X
92 Norðfjarðarvegur
09 Norðfjarðargöng 16,0 T8,5 12.500 3.000 3.000 2.230 X X X
93 Seyðisfjarðarvegur
02–03 Seyðisfjarðargöng T8,5 (22.000 )* 70 70 70 + X X X
Sameiginlegur jarðgangakostnaður 10 10 10 10 +
Samtals jarðgangaáætlun 3.010 3.180 3.810 3.580
* Mikil óvissa er enn um kostnaðinn sem nú er áætlaður 22–25 milljarðar kr.
Auk fjárframlaga hér eru framlög til rannsókna á fjárlagalið 06-651-1.21 (70 millj. kr. 2015, 80 millj. kr. 2016).
UTAN ÞJÓÐVEGAKERFIS
Jarðgöng, Bakki 3.100 850 1.490 670
Samtals utan þjóðvegakerfis 850 1.490 670
SAMTALS STOFNKOSTNAÐUR OG JARÐGÖNG 9.864 9.689 17.372 17.471



1.3 Hafnarframkvæmdir og sjóvarnir 2015–2018.
Sundurliðun einstakra gjaldaliða.

1.3.1 Stofnkostnaður.

Tafla 1. Hafnamannvirki, heildarfjárveitingar.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
Hafnamannvirki, ríkishluti framkvæmda
Ísafjarðarhöfn vegna ársins 2014* 20,0 20,0
Ríkishluti framkvæmda innan grunnnets, tafla 2 104,8 760,6 1.149,2 979,4 2.994,0
Ríkishluti framkvæmda utan grunnnets, tafla 3 42,6 66,3 8,5 87,4 204,8
Ríkishluti framkvæmda alls 167,4 826,9 1.157,7 1.066,8 3.218,8
Fjárheimildir
Fjárveiting á fjárlögum 167,4 826,9 1.157,7 1.066,8 3.218,8
Ónotaðar fjárheimildir í upphafi tímabils
Fjárveiting alls til ráðstöfunar 167,4 826,9 1.157,7 1.066,8 3.218,8
* Sbr. nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjáraukalög fyrir árið 2015.


Hafnir í grunnneti, ríkisstyrktar.
Tafla 2. Fjárveitingar til hafna í grunnneti, nýframkvæmdir.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr.
Kjördæmi 2015 2016 2017 2018 Samtals Skýringar
Hafnir/hafnasamlög
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær (Rifshöfn) 86,7 110,4 95,3 292,4 Endurbygging Norðurkants
Grundarfjörður 100,2 100,2 Lenging Norðurgarðs
Stykkishólmur 8,4 8,4 Stofndýpkun hafnar
Vesturbyggð (Bíldudalur,
    Brjánslækur)
4 ,5 14,5 44,3 73,6 136,9 Lenging flotbryggju 2015,
    dýpkun á Brjánslæk,
    lenging stórskipakants
    2017–2018
Bolungarvík 49,8 77,8 127,6 Endurbygging Brjóts
    2017–2018, endurbygging
    Grundargarðs 2018
Ísafjarðarbær (Ísafjörður) 24,0 24,0 Innsiglingarmerki
    í Skutulsfirði og stuðpúði við Mávagarð
Skagaströnd 2 ,6 94,5 97,1 Endurbygging Ásgarðs
Skagafjörður
    (Sauðárkrókur)
10,2 10,2 Varnargarður við
    smábátahöfn
7 ,1 135,4 307,4 346,9 796,8
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Fjallabyggð (Siglufjörður) 225,1 94,6 319,7 Endurnýjun hafnarbryggju
Hafnasamlag Norðurlands
    (Akureyri)
24,0 72,1 188,8 284,9 Hafnsögubátur
Dalvík 4,4 132,6 90,0 227,0 Stálþil 145 m, dýpi 9 m
Vopnafjörður 5,4 27,3 32,7 Dýpkun og breikkun rennu
Djúpivogur 19,9 19,9 Flotbryggja
19,9 253,5 304,7 306,1 884,2
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður 19,5 19,5 Viðhaldsdýpkun
Vestmannaeyjar 30,8 30,8 Dýpkun við Hörgeyrargarð
Þorlákshöfn 57,9 190,6 221,0 12,1 481,6 Dýpkun og stækkun 2015,
    dýpkun 2016–2017,
    endurbygging
    Svartaskersbryggju 2018
Grindavík 103,0 203,2 117,6 423,8 Endurbygging Miðgarðs
Sandgerði 44,3 35,0 58,7 138,0 Endurnýjun Suðurbryggju
Reykjaneshafnir 35,0 35,0 Lenging stálþils í Helguvík
77,4 337,9 459,2 254,2 1.128,7
Óskipt
Frumrannsóknir 0,0 3,0 10,0 20,0 33,0
Viðhaldsdýpkanir og
    viðhald skjólgarða
0 ,4 30,8 67,9 52,2 151,3
Fjárveitingar til hafna
    í grunnneti alls
104 ,8 760,6 1.149,2 979,4 2.994,0


Hafnir utan grunnnets, ríkisstyrktar.
Tafla 3. Fjárveitingar til hafna utan grunnnets, nýframkvæmdir.

Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr.
Kjördæmi 2015 2016 2017 2018 Samtals Skýringar
Hafnir/hafnasamlög
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær (Arnarstapi) 17,0 17,0 Dýpkun 3.500 m3
Dalabyggð 15,0 15,0 Bryggja
Vesturbyggð
    (Patreksfjörður)
11 ,8 18,5 30,3
Ísafjarðarbær (Suðureyri) 4,3 37,3 41,6 Endurbygging Vesturkants
Norðurfjörður 15,6 8,3 23,9 Dýpkun smábátahafnar
    og flotbryggja
Strandabyggð (Hólmavík) 11 ,2 7,5 36,3 55,0 Öldubrjótur 2015,
    stálþil 2018
38 ,6 66,3 4,3 73,6 182,8
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Hafnasamlag Norðurlands
    (Grenivík)
4 ,0 4,0 Dýpkun
Breiðdalsvík 4,2 13,8 18,0 Lenging flotbryggju
4,0 0,0 4,2 13,8 22,0
Fjárveitingar til hafna
    utan grunnnets alls
42 ,6 66,3 8,5 87,4 204,8


Tafla 4. Sundurliðun framkvæmda í höfnum í grunnneti.
     Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr.
Höfn 2015 2016 2017 2018 Hlutur ríkissj. 2019+
Framhald
Verkefni
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær
Rifshöfn:
Endurbygging Norðurkants, stálþil, þekja
    og lagnir (180 m)
143,3 182,5 157,5 75%
Grundarfjörður
Lenging Norðurgarðs, stálþil, þekja og lagnir
    (130 m, dýpi 10 m)
207 60% +
Stykkishólmur
Stofndýpkun hafnar við flotbryggjur og víðar
    (áætlað magn 10.000 m3)
13,8 75%
Vesturbyggð
Brjánslækur:
Dýpkun fyrir ferju 23,9 75%
Bíldudalur:
Lenging flotbryggju (20 m) 9,3 60%
Lenging stórskipakants, stálþil, þekja
    og lagnir (105 m, dýpi 8–10 m)
91,6 152,1 60% +
Bolungarvík
Endurbygging Brjóts, fremri hluti, stálþil,
    langir og þekja (78 m, dýpi 9 m)
82,3 97,8 75% +
Endurbygging Grundargarðs 27,2 85%
Ísafjarðarbær
Ísafjörður:
Innsiglingarmerki, 2 stk. í Skutulsfirði,
    endurnýjuð
4,0 60%
Stuðpúði á Mávagarði 45,6 60%
Skagaströnd
Endurbygging Ásgarðs, stálþil, þekja
    og lagnir (120 m, dýpi 6 m)
4 ,2 156,2 75%
Skagafjörður
Sauðárkrókur:
Varnargarður við nýja smábátahöfn (80 m) 21 60%
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Fjallabyggð
Siglufjörður:
Endurnýjun hafnarbryggju, stálþil, þekja
    og lagnir (205 m, dýpi 6–10 m)
322,8 156,7 75%
Dýpkun (80.000 m3) 72,5 60%
Hafnasamlag Norðurlands
Akureyri:
Hafnsögubátur með a.m.k. 40 tonna togkrafti
    (upphæð án vsk.)
40,0 120,2 314,6 60%
Dalvík
Hafskipabryggja, stálþil (145 m, dýpi 9 m) 9,1 274,0 186,0 60%
Vopnafjörður
Dýpkun og breikkun innsiglingarrennu 11,2 56,5 60% +
Djúpivogur
Flotbryggja, landgangur (80 m) 41,2 60%
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður
Viðhaldsdýpkun í höfn (áætlað 25.000 m3/ár) 40,2 60%
Vestmannaeyjar
Dýpkun við Hörgeyrargarð 63,7 60%
Þorlákshöfn
Dýpkun í innsiglingu og höfn
    (áætlað 30.000 m3)
37 ,1 60%
Undirbúningur að stækkun Þorlákshafnar 42,6 60%
Dýpkun snúningssvæðis, þvermál 200 m
    (65.000 m3, rif 120 m), garður
40 ,0 133,0 250,0 60%
Endurbygging Svartaskersbryggju (250 m) 208,7 165,3 20,0 75% +
Grindavík
Endurbygging Miðgarðs, stálþil
    (220 m, dýpi 8 m)
77,7 291,2 194,4 75% +
Dýpkun við Miðgarð 115,7 56,0 60%
Reykjaneshafnir
Helguvík, lenging stálþils (60 m, dýpi 10 m) 72,3 60%
Sandgerði
Endurbygging Suðurbryggju, stálþil (145 m) 73,2 57,9 97,0 75% +
Óskipt
Frumrannsóknir 10,0 20,0 100%
Hornafjörður, Grynnsli 3,7 100%
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 0,6 44,9 99,1 76,2 85%
Samtals áætlað í grunnneti 215,2 1.339,1 2.018,0 1.742,3
Áætluð skipting vegna viðhaldsdýpkana
Grundarfjörður, Suðurhöfn (5.000 m3) 8,5 85%
Ísafjörður, innsiglingarrenna (15.000 m3) 22,3 85%
Dalvík, dýpkun innan hafnar (10.000 m3) 15,0 85%
Hornafjörður, í höfn (25.000 m3/ár) 37,0 42,6 43,9 85%
Óskipt 0,6 7,9 19,2 23,8 85%


Tafla 5. Sundurliðun framkvæmda í höfnum utan grunnnets.
     Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr.
Höfn 2015 2016 2017 2018 Hlutur ríkissj. 2019+ Framhald
Verkefni
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær
Arnarstapi, dýpkun 35,0 60%
Dalabyggð
Skarðsstöð, bryggja 16,0 75%
Vesturbyggð
Patreksfjörður:
Flotbryggja (40 m) 20,0 60%
Dýpkun við flotbryggju (2.000 m3) 4,4 60%
Grjótvörn við Oddann endurbyggð og styrkt
    á um 160 m kafla (3.900 m3)
27,0 85%
Ísafjarðarbær
Suðureyri:
Endurbygging Vesturkants, stálþil
    (60 m, dýpi 6 m)
7,1 61,6 75% +
Norðurfjörður
Dýpkun smábátahafnar (700 m² í -2,5 m) 12,4 13,8 75%
Flotbryggja (20 m) 13,4 75%
Strandabyggð, Hólmavík
Fljótandi öldubrjótur til að skýla
    smábátaaðstöðu (30 x 3 m flot)
18 ,5 12,4 75%
Endurbygging stálþils (50 m, dýpi 6 m) 50 90% +
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Hafnasamlag Norðurlands
Grenivík:
Dýpkun innan hafnar 8,3 60%
Breiðdalsvík
Lenging á flotbryggju (10 m) 7,0 75%
Flotbryggja (20 m) 22,8 75%
Samtals áætlað utan grunnnets 77,0 104,2 14,1 134,4


Sjóvarnir 2015–2018.
Tafla 6. Fjárveitingar til sjóvarna.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr.
Kjördæmi 2015 2016 2017 2018 Samtals Skýringar
Sveitarfélag
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær 25,5 25,5 Hellnar, Hellissandur, Ólafsvík
Dalabyggð 9,5 9,5 Við Ægisbraut
Reykhólahreppur 9,3 9,3 Flatey
Skagaströnd, sveitarfélag 11,2 11,2 Norðan við Réttarholt
Skagabyggð 14,4 14,4 Víkur, Kálfshamarsvík
Skagafjörður, sveitarfélag 8,5 8,5 Reykir á Reykjaströnd,
    Hraun í Fljótum
8 ,5 34,9 25,5 9,5 78,4
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Dalvíkurbyggð 18,0 19,1 37,1 Árskógssandur, vestan hafnar
    og við Brimnes, Hauganes
    og Dalvík
Svalbarðsstrandarhreppur 5 ,4 5,4 Norðan tjarnar
Borgarfjarðarhreppur 17,1 17,1 Við Merki í átt að Sæbakka
Seyðisfjörður 13,1 13,1 Við Sunnuver og Hafsíld
Fjarðabyggð 8,8 8,8 Mjóeyri við Eskifjörð
23,4 30,2 27,9 0,0 81,5
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður 17,5 17,5 Suðurfjörur
Mýrdalshreppur 91,6 128,4 96,5 316,5 Austan Víkurár, sandfangari;
    styrking eldri sandfangara
Árborg, sveitarfélag 9,7 9,7 Eyrarbakki, flóðvörn neðan
    við Baugsstaðarjómabúið
Grindavík 9,7 9,7 Arfadalsvík
Sandgerðisbær 22,9 22,9 Norðurkotstjörn,
    sunnan Setbergs,
    sunnan Hvalsnestorfu
Gerðahreppur 33 ,9 33,9 Við Garðskagavita,
    Netfiskur–Lambastaðavör,
    golfvöllur í Leiru
Vogar, sveitarfélag 13,3 13,3 Norðan Marargötu,
    Breiðagerðisvík
74 ,3 114,6 138,1 96,5 423,5
SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Garðabær (Álftanes) 11,6 11,6 Við Skansinn
Seltjarnarnes 18,1 18,1 Gróttueiði, við Ráðagerði
0,0 18,1 11,6 0,0 29,7
Óskipt 2,9 2,9
Sjóvarnir samtals 106,2 197,8 206,0 106,0 616,0


Tafla 7. Framkvæmdir við sjóvarnir.
     Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr.
Sveitarfélag 2015 2016 2017 2018 Hlutur
ríkissj.
Verkefni, sjóvarnir
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær
Hellnar, við Gróuhól (100 m – 1.200 m3) 11,0 7/8
Hellissandur, við Hellisbraut 1 (100 m – 1.800 m3) 9,6 7/8
Ólafsvík, við Ennisbraut 23–37 (160 m – 1.600 m3) 8,6 7/8
Dalabyggð
Sjóvörn við Ægisbraut, styrking (250 m – um 2.000 m3) 10,9 7/8
Reykhólahreppur
Flatey, sjóvörn við gamla þorpið (um 25–30 m – 600 m3) 10,6 7/8
Skagaströnd, sveitarfélag
Norðan við Réttarholt, sjóvörn við Landsendarétt
    (200 m – 2.200 m3)
12,8 7/8
Skagabyggð
Víkur, milli fjárhúss og sögunarhúss (180 m – 2.000 m3) 11,3 7/8
Kálfshamarsvík, eiðið nær landi (80 m – 1.000 m3) 5,1 7/8
Skagafjörður, sveitarfélag
Reykir á Reykjaströnd, við Grettislaug (70 m – 900 m3) 7,5 7/8
Hraun í Fljótum, við Stakkgarðshólma (20 m – 300 m3) 2,2 7/8
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Dalvíkurbyggð
Dalvík, lenging á sjóvörn austan hafnar
    (100 m – 1.600 m3)
11,0 7/8
Árskógssandur, vestan hafnar, lengja vörn í norður
    (80 m – 1.600 m3)
10,8 7/8
Árskógssandur, Brimnes, framan við fjárhús
    (80 m – 1.500 m3)
10 ,0 7/8
Hauganes, vestan hafnar
    (80 m – 1.600 m3)
10 ,6 7/8
Svalbarðsstrandarhreppur
Norðan tjarnar (100 m – 1.000 m3) 6,2 7/8
Borgarfjarðarhreppur
Við Merki í átt að Sæbakka (300 m – 4.000 m3) 19,5 7/8
Seyðisfjörður
Við Sunnuver og Hafsíld (200 m – 2.500 m3) 15,0 7/8
Fjarðabyggð
Mjóeyri við Eskifjörð (160 m – 2.000 m3) 10,0 7/8
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður
Suðurfjörur, rofvörn (um 175 m – 2.300 m3) 20,0 7/8
Mýrdalshreppur
Sjóvörn við Víkurá, endurbygging sandfangara
    (10.000 m3)
70,0 7/8
Sjóvörn austan Víkurár, sandfangari (300 m – 50.000 m3) 104,7 146,7 40,3 7/8
Vestmannaeyjar
Endurbygging sjóvarnar á Þrælaeiði, verk frá 2013
    (150 m – 2.000 m3)
7/8
Árborg, sveitarfélag
Flóðvörn neðan við Baugsstaðarjómabúið
    (80 m – 1.600 m3)
4,9 7/8
Eyrarbakki, endurbygging sjóvarnar móts
    við Eyrargötu 49 (80 m – 1.200 m3)
6,2 7/8
Grindavíkurbær
Arfadalsvík syðst, við fjárhús Gerðistanga (svæði
    á náttúruminjaskrá) (120 m –1.400 m3)
8,0 7/8
Sunnan Staðarbótar, ýta upp malarkambi
    í skörð í sjávarkambi
3,1 7/8
Sandgerðisbær
Norðurkotstjörn, endurbyggja og styrkja vörn við æðarvarp (300 m – 2.200 m3) 10,8 7/8
Eyktarhólmi–Hólkot, sunnan Setbergs
    (um 100 m –1.500 m3)
7 ,7 7/8
Sunnan Hvalsnestorfu við Hrossatjörn
    (100 m – 1.500 m3)
7 ,7 7/8
Gerðahreppur
Vestan bílaplans hjá Garðskagavita, endurbyggja
    vörnina (85 m – 1.300 m3)
6 ,2 7/8
Nesfiskur–Lambastaðavör, endurbyggja vörn á þremur
    stöðum (alls um 350 m – 3.500 m3)
17 ,5 7/8
Golfvöllur Leiru, endurbyggja vörn meðfram innri hluta
    4. brautar (um 300 m – 3.000 m3)
15 ,0 7/8
Vogar, sveitarfélag
Norðan Marargötu, hækka og styrkja sjóvörn
    (180 m – 1.000 m3)
5,1 7/8
Vatnsleysuströnd við Breiðagerðisvík
    (200 m – 2.500 m3)
10,2 7/8
SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Garðabær (Álftanes)
Bessastaðanes, sjóvörn við Skansinn (190 m – 2.400 m3) 13,3 7/8
Seltjarnarnes
Sjóvörn á Gróttueiði (250 m – 3.000 m3) 15,0 7/8
Við Ráðagerði, milli garða sem komnir eru
    (80 m – 1.000 m3)
5,7
Óskipt
Óskipt til sjóvarna 0,9 3,3 7/8
Heildarkostnaður við sjóvarnir samtals 121,4 227,0 235,4 121,2


2. FLUGVELLIR OG FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA.

2.1 Tekjur og framlög.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
Markaðar tekjur 0 0 0 0 0
Beint framlag úr ríkissjóði 2.032 1.916 2.532 2.648 9.128
Tekjur og framlög samtals 2.032 1.916 2.532 2.648 9.128
Viðskiptahreyfingar 0 0 0 0 0
Til ráðstöfunar 2.032 1.916 2.532 2.648 9.128


2.2 Rekstur og þjónusta.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
Rekstur og þjónusta
Isavia ohf. 1.507 1.616 1.532 1.532 6.187
Rekstur alls 1.507 1.616 1.532 1.532 6.187
Viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar 394 220 910 981 2.505
Stofnkostnaður
Flugvellir í grunnneti 131 90 135 356
Flugvellir/lendingarstaðir utan grunnnets 80 80
Samtals stofnkostnaður 131 80 90 135 436
Gjöld alls 2.032 1.916 2.532 2.648 9.128


2.3 Stofnkostnaður.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
Flugvellir í grunnneti
Reykjavík 0
Akureyri 50 90 70 210
Húsavík 65 65
Egilsstaðir 0
Vestmannaeyjar 0
Ísafjörður 0
Þingeyri 0
Bíldudalur 0
Gjögur 81 81
Sauðárkrókur 0
Grímsey 0
Þórshöfn 0
Vopnafjörður 0
Hornafjörður 0
Samtals flugvellir í grunnneti 131 90 135 356
Flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets
Norðfjarðarflugvöllur 80 80
Sameiginleg verkefni 0
Samtals stofnkostnaður 131 80 90 135 436


2.4 Viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
ALÞJÓÐAFLUGVELLIR Í GRUNNNETI
Reykjavík
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 15 14 32 61
Byggingar og búnaður 13 24 14 51
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 10 11 219 240
Akureyri
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 15 148 163
Byggingar og búnaður 5 14 7 26
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 8 10 20 151 189
Egilsstaðir
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 3 203 59 265
Byggingar og búnaður 14 10 5 29
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 13 31 29 73
Samtals alþjóðaflugvellir í grunnneti 96 10 327 664 1.097
AÐRIR FLUGVELLIR Í GRUNNNETI
Vestmannaeyjar
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 2 52 54
Byggingar og búnaður 3 6 9
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 6 13 19
Ísafjörður
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 1 1 33 36
Byggingar og búnaður 9 9
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 7 7
Bíldudalur
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 2 1
Byggingar og búnaður 1 1
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 5 21 26
Gjögur
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 1 1
Byggingar og búnaður 1 1
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 77 11 88
Húsavík
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 3 80 83
Byggingar og búnaður 7 7
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 24 100 124
Grímsey
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 1 1 2
Byggingar og búnaður 2 1 3
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 17 2 19
Þórshöfn
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 87 87
Byggingar og búnaður 1 1
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 3 2 5
Vopnafjörður
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 33 33
Byggingar og búnaður 1 1 2
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 88 2 90
Hornafjörður
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 1 1 2
Byggingar og búnaður 1 2 3
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 11 123 134
Samtals aðrir flugvellir í grunnneti 288 180 293 86 847
FLUGVELLIR OG LENDINGARSTAÐIR UTAN GRUNNNETS
Þingeyri
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 3 3
Byggingar og búnaður 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 0
Sauðárkrókur
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 10 10 20
Byggingar og búnaður 3 3
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 0
Siglufjörður
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 30 35 65
Byggingar og búnaður
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika
Norðfjörður
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 7 7
Byggingar og búnaður 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 0
Bakki
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 0
Byggingar og búnaður 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 0
Stóri-Kroppur
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 30 30
Byggingar og búnaður 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 0
Aðrir
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 55 55
Byggingar og búnaður 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðr. frávika 0
Samtals flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets 10 30 98 45 183
Sameiginleg verkefni
AIS/GPS/flugprófanir/upplýsingaþjónusta 6 6 12
Til leiðréttingar og brýnna verkefna 36 30 66
Viðhald, óskipt 150 150 300
Samtals sameiginleg verkefni 0 0 192 186 378
Samtals viðhald og reglubundin
    endurnýjun búnaðar
394 220 910 981 2.505


3. ÁÆTLUN SAMGÖNGUSTOFU.
3.1 Samgöngustofa, fjármál.

3.1.1 Tekjur og framlög.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
Framlag af almennum skatttekjum 1.456 1.494 1.685 1.735 6.370
Ríkistekjur
Rekstrartekjur
Markaðar tekjur
Til ráðstöfunar alls 1.456 1.494 1.685 1.735 6.370

3.1.2 Gjöld.
Verðlag fjárlaga 2016. Fjárhæðir í millj. kr. 2015 2016 2017 2018 Samtals
Stjórnsýsla, rekstur og þjónusta 1.421 1.494 1.538 1.584 6.037
Öryggisáætlun Íslands 35 147 151 333
Eftirlit með innlendum aðilum
Eftirlit með erlendum aðilum
Skrár í umsjón Samgöngustofu
Rannsóknir og þróun
Umhverfismál
Samtals 1.456 1.494 1.685 1.735 6.370



4. ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI.
    Eftirtalin stefnumið og áherslur verði lögð til grundvallar markmiðum samgönguáætlunar.

4.1 Markmið um greiðar samgöngur.
     1.      Aðgengi og hreyfanleiki í samgöngukerfinu fyrir fólks- og vöruflutninga innan og á milli svæða verði bætt.
     2.      Skilgreind verði vinnusóknarsvæði í samræmi við sóknaráætlun landshluta og leitast við að stytta ferðatíma innan þeirra og stækka þau.
     3.      Uppbygging og rekstur samgangna efli atvinnulíf innan og milli landshluta.
     4.      Hugað verði að samgöngubótum með tilliti til uppbyggingar og þróunar ferðaþjónustu.
     5.      Gáttir landsins verði skilgreindar og styrktar.

Áherslur til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Horft verði á samgöngukerfið sem eina samþætta heild sem þjóni íbúum og atvinnulífi sem best.
     2.      Grunnnet samgangna á landi, í lofti og á sjó verði endurskilgreint og byggt upp með hliðsjón af vinnusóknarsvæðum.
     3.      Þjónusta í grunnnetinu innan svæða og á milli þeirra verði bætt.
     4.      Framkvæmdum verði forgangsraðað á grundvelli faglegra greininga.
     5.      Hugað verði sérstaklega að þörfum ferðaþjónustu við uppbyggingu og rekstur sam­gangna. Jafnframt verði metið hvaða þætti samgöngukerfisins þurfi sérstaklega að efla með tilliti til ferðaþjónustu og kannaðar leiðir til fjármögnunar.
     6.      Vegir, sérstaklega flutningaleiðir, verði með nægjanlegt burðarþol allt árið, næga breidd og lagðir bundnu slitlagi þannig að atvinnulífi sé þjónað með viðunandi hætti og stuðlað að auknu umferðaröryggi.
     7.      Lokið verði við endurbyggingu allra helstu stofnleiða á landi og tengingu þeirra með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli við þéttbýli með hundrað íbúa og fleiri.
     8.      Gert verði sérstakt átak við lagningu á bundnu slitlagi á umferðarlitla vegi sem hafa við­unandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé ekki í samræmi við ítrustu kröfur.
     9.      Leitast verði við að styrkja samgöngur þannig að sem flestum landsmönnum sé kleift að nálgast nauðsynlega opinbera þjónustu á sem stystum tíma.
     10.      Viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar verði fram haldið með það markmið að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt.
     11.      Almenningssamgöngur verði endurskoðaðar á grundvelli nýrra laga um farþegaflutninga á landi. Skipulag miðist við heildstætt kerfi og gætt verði jafnræðis í stuðningi ríkisins við framkvæmdaraðila.
     12.      Áfram verði unnið að auknum forgangi almenningssamgangna í umferðinni með upp­byggingu sérreina, forgangi á umferðarljósum og öðrum aðgerðum.
     13.      Stutt verði við gerð stofnstíga í þéttbýli þannig að ganga og hjólreiðar verði greiður og öruggur samgöngumáti.
     14.      Við gerð stofnstíga meðfram þjóðvegum verði öryggissjónarmið höfð að leiðarljósi við aðskilnað mismunandi samgöngumáta.
     15.      Leitast verði við að bæta aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga að mannvirkjum og þjónustu samgöngukerfisins.
     16.      Upplýsingatækni verði notuð til að miðla upplýsingum um aðstæður til samgangna sem grundvöll besta mögulega leiðarvals. Sérstaklega verði hugað að ferðamönnum.

4.2 Markmið um hagkvæmar samgöngur.
     1.      Hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgöngukerfisins verði aukin. Áhersla verði lögð á að leita hagkvæmustu lausna til að ná markmiðum samgönguyfirvalda, þ.m.t. mögu­leika á samstarfi við einkaaðila. Gagnsæ verðlagning á samgöngum verði liður í því og endurspegli þann kostnað sem þeim fylgir.
     2.      Horft verði á samgöngukerfið sem eina heild. Nýir innviðir verði skipulagðir og stærri framkvæmdum forgangsraðað með hliðsjón af félagshagfræðilegri greiningu.
     3.      Stutt verði við aðgerðir sem stuðla að breyttum ferðavenjum til að draga úr þörf á upp­byggingu umferðarmannvirkja í þéttbýli.
     4.      Horft verði á almenningssamgöngur á sjó, á landi og í lofti sem eina heild þar sem styrk­leikar mismunandi samgöngumáta nýtist við að ná fram hagkvæmustu og skilvirkustu þjónustu við almenning og atvinnulíf.

Áherslur til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Unnið verði að því að þróa og festa í sessi faglegan grunn ákvarðanatöku um uppbygg­ingu vegakerfisins í dreifbýli og þéttbýli þar sem kostnaður og ábati mismunandi leiða að markmiðum samgönguyfirvalda verði borinn saman.
     2.      Upplýsingasöfnun og miðlun á haggögnum um samgöngur verði bætt. Gagnsæi í gjald­töku og samgöngukostnaði ríkisins verði aukið.
     3.      Greindur verði ávinningur af áhrifum aukinnar notkunar eignastýringar, þ.e. kerfis­bundnu bókhaldslegu utanumhaldi í samgöngukerfinu.
     4.      Skoðaðar verði fjölbreyttar leiðir til fjármögnunar stærri framkvæmda, m.a. samstarfs­verkefni og/eða einkaframkvæmdir í samstarfi við einkaaðila, þ.m.t. verkefni þar sem ríkið leggi fram fé til að tryggja arðsemi. Í þessu tilliti verði innheimta veggjalda könnuð þar sem slíkt er mögulegt.
     5.      Á áætlunartímabilinu verði fyrirkomulagi gjaldtöku vegna notkunar á vegum breytt með tilliti til ekinna kílómetra, óháð orkugjafa. Samhliða verði hugað að breytingum á núver­andi kerfi eldsneytisskatta.
     6.      Upplýsingatækni, leiðsögukerfi og aðrir möguleikar sem tæknin býður upp á verði nýttir í þeim tilgangi að auka hagkvæmni í rekstri og nýtingu samgöngukerfisins.
     7.      Unnin verði greining og tillaga að hliðrun á opnunartíma og starfsemi stórra opinberra stofnana sem lengi fleytitíð og dragi úr álagstoppum í morgunumferð, jafnframt því sem uppbygging innviða hvetji til fjölbreyttari ferðamáta.

4.3 Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
     1.      Dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna. Stefnt verði að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna verði undir 750 Gg árið 2020, í samræmi við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Dregið verði markvisst úr hávaða- og loftmengun frá samgöngum og þeim haldið innan viðmiðunargilda í reglugerðum.
     2.      Markvissar aðgerðir og ívilnanir miði að minni notkun jarðefnaeldsneytis og að sam­göngutæki nýti orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.
     3.      Efldar verði rannsóknir sem miða að sjálfbærni í framleiðslu á vistvænum orkugjöfum, m.a. með stuðningi við þróun og framleiðslu á vistvænu eldsneyti og við uppbyggingu innviða.
     4.      Almenningssamgöngur, ganga og hjólreiðar verði raunhæfir valkostir sem dragi úr um­hverfisáhrifum, samgöngukostnaði og bæti lýðheilsu ásamt því að draga úr orkuþörf samgangna.

Áherslur til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Áhersla verði lögð á fræðslu, hagræna hvata og skipulagsaðgerðir sem stuðli að breyttum ferðavenjum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
     2.      Skipulag og forgangsröðun samgangna í þéttbýli taki mið af umhverfis- og lýðheilsubæt­andi aðgerðum.
     3.      Lokið verði við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga innan helstu þéttbýliskjarna. Fjármagni til göngu- og hjólreiðastíga verði forgangsraðað til helstu stofnstíga.
     4.      Stuðningi við uppbyggingu almenningssamgöngukerfis á landsvísu verði haldið áfram. Unnið verði að forgangi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með uppbyggingu sérreina, forgangi á umferðarljósum og öðrum aðgerðum.
     5.      Bættar verði tengingar og flæði bifreiða milli umferðarljósa á álagstímum til þess að draga úr mengun á fjölförnum leiðum.
     6.      Stuðlað verði að nýtingu umhverfislega skilvirkra orkugjafa (kr./tonn CO 2-ígildi).
     7.      Opinberar stofnanir verði hvattar til að innleiða vistvæna samgöngustefnu sem stuðli að orkusparnaði og orkuskiptum og verði öðrum til fyrirmyndar. Stjórnvöld vinni með hagrænum hvötum að því að styðja markvissa samgöngustefnu fyrir vinnustaði.
     8.      Innleitt verði umhverfisvænt verklag um grænt aðflug og brottflug og vottun á um­hverfisstjórnunarkerfi flugvalla.
     9.      Auknar verði rannsóknir á umhverfisvænum orkugjöfum, orkusparnaði og aðgerðum til að draga úr mengun í samgöngum.
     10.      Dregið verði úr útblæstri frá skipum í höfnum landsins með uppbyggingu fyrir landteng­ingu við rafmagn og endurskoðun gjaldskrár.
     11.      Almenn fræðsla um vistakstur verði aukin í þeim tilgangi að draga úr mengun og hávaða frá bílaumferð.

4.4 Markmið um öryggi í samgöngum.
     1.      Stefnt verði markvisst að því að auka öryggi í samgöngum og unnið verði að því að draga verulega úr líkum á alvarlegum slysum eða banaslysum.
     2.      Sett verði mælanleg markmið í öryggis- og aðgerðaáætlanir á öllum sviðum samgangna sem miða að því að ná yfirmarkmiðinu.
     3.      Markvisst verði unnið að því að innleiða öryggisstjórnunarkerfi á öllum sviðum sam­gangna þar sem þau eru ekki lögð til grundvallar í atvinnustarfsemi.
     4.      Tryggður verði áfram trúverðugleiki Íslands með því að standast úttektir alþjóðlegra stofnana um fyrirkomulag á eftirliti með öryggi.
     5.      Unnið verði mat á mikilvægi samgöngukerfisins komi til rýminga vegna hamfara eða annarra atburða með sérstakri áherslu á höfuðborgarsvæðið.

Áherslur til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Meginmarkmið flugöryggis verði að innleiða nýjar kröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA), m.a. um flugleiðsögu, flugvelli, flugrekstur og þjálfunar- og skírteinamál, auk breytinga á kröfum um lofthæfi.
                  a.      Fest verði í sessi eftirlitskerfi sem skilgreint er í áætlun um flugöryggi samkvæmt kröfum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og samsvarandi áherslum frá Evrópu.
                  b.      Flug sem ekki er fjallað um á alþjóðlegum vettvangi, t.d. fisflug og lendingarstaðir (minni flugvellir), taki mið af þeim þáttum með setningu fyllri innlendra reglna eftir því sem nauðsyn krefur.
                  c.      Gerð verði úttekt á öryggishlutverki flugvalla og hafna, m.a. með tilliti til hamfara eða annarra ófyrirséðra atburða.
     2.      Meginmarkmið áætlunar á tímabilinu um öryggi sjófarenda verði:
                  a.      Áhersla verði lögð á slysaskráningu og gagnagrunn til að efla markvissar aðgerðir til að fækka slysum.
                  b.      Að dauðaslysum á sjó fækki um 5% á ári og verði færri en 1,2 dauðaslys á hverja tíu þúsund starfandi sjómenn.
                  c.      Að slysum tilkynntum til Tryggingastofnunar fækki um 5% á ári eða í 162 tilkynnt slys á hverja tíu þúsund sjómenn fyrir lok tímabils.
                  d.      Að skipssköðum fækki um 5% á ári á tímabilinu eða í 0,5 skipsskaða.
                  e.      Innleiðing öryggisstjórnunarkerfa og eigin skoðunar skipa til að auka vitund sjó­manna um öryggisatriði.
                  f.      Haldið verði áfram rannsóknum á öryggi skipa og þá sérstaklega atriðum er lúta að tillögum rannsóknarnefndar sjóslysa í öryggisátt og áhættumati minni farþegaskipa í erfiðu sjólagi.
                  g.      Nýjar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) verði fullgiltar og reglur Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA) innleiddar svo fljótt sem verða má. Með markvissum rannsóknum og þátttöku í starfi alþjóðastofnana á sviði öryggismála verði tryggt að alþjóðlegar reglur taki mið af íslenskum aðstæðum. Enn fremur verði vinnu við reglur um farþegaskip haldið áfram þannig að heildstætt regluverk sem nái yfir allar stærðir farþegaskipa líti dagsins ljós.
     3.      Meginmarkmið umferðaröryggisáætlunar eru eftirfarandi:
                  a.      Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum.
                  b.      Árangur í umferðaröryggismálum verði mældur og lagt mat á eftirfarandi: hrað­akstur, akstur undir áhrifum ölvunar eða fíkniefna, bílbeltanotkun, farsímanotkun og ástand hemla í þungum bifreiðum.
                  c.      Haldið verði áfram að lagfæra staði þar sem mörg slys hafa orðið og bæta umhverfi vega til að draga úr hættu á alvarlegum slysum við útafakstur.
                  d.      Hraðamyndavélum verði fjölgað og unnið að endurnýjun og uppfærslu á ölvunar­eftirlitsbúnaði lögreglu.
                  e.      Hugað verði að upptöku sjálfvirks meðalhraðaeftirlits á tímabilinu þar sem meðal­hraði ökutækis á nokkurra kílómetra kafla er mældur en ekki einungis punkthraði ökutækja, þ.e. hraði á einstökum stöðum, eins og hingað til.
                  f.      Rannsóknum á ýmsum þáttum er varða umferðaröryggi verði haldið áfram.
                  g.      Leitað verði leiða til að stuðla að bættu öryggi erlendra ferðamanna.
                  h.      Vegfarendum verði tryggt öruggt og heilnæmt umhverfi, óháð ferðamáta.
                  i.      Sjónum verði sérstaklega beint að öryggi óvarinna vegfarenda (gangandi, hjólreiða­manna og ökumanna bifhjóla) á tímabilinu þar sem slysaskráningartölur benda til að á sama tíma og slysum fækkar í heildina fjölgi slysum í þessum flokki vegfarenda.

4.5 Markmið um jákvæða byggðaþróun.
     1.      Í samræmi við sóknaráætlanir landshluta verði við forgangsröðun framkvæmda tekið mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar samgöngur til að efla sveitarfélög, styrkja vinnusóknarsvæði og landið allt.
     2.      Samgöngur styrki búsetugæði svo sem frekast er unnt í öllum landshlutum.
     3.      Leitast verði við að stytta ferðatíma með uppbyggingu vega með bundnu slitlagi og gerð jarðganga til að leysa af hólmi erfiða fjallvegi og styrkja og stækka þannig vinnusóknar­svæði.
     4.      Sköpuð verði sameiginleg framtíðarsýn fyrir alla landshluta og landið allt með samþætt­ingu samgönguáætlunar við aðra áætlanagerð og opinbera stefnumótun til að efla atvinnulíf og lífsgæði og hámarka hagkvæma nýtingu á samgöngumannvirkjum, þjónustu og fjárfestingum.
     5.      Unnið verði að opnun fleiri gátta til og frá landinu.

Áherslur til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Við forgangsröðun framkvæmda verði tekið tillit til sóknaráætlana landshluta og óska landshlutasamtaka viðkomandi sveitarfélaga.
     2.      Vinnusóknarsvæði verði ákvörðuð á grundvelli faglegra greininga á vinnu- og skóla­sókn.
     3.      Atvinnulífi verði skapað aðgengi að greiðum og hagkvæmum vöruflutningum.
     4.      Unnið verði að styttingu flutningaleiða.
     5.      Unnið verði að heildstæðri samræmingu almenningssamgangna á landi og í lofti.

4.6 Skilgreind verkefni og fjármál.
    Vinnu- og fjárframlög í rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni sem tilgreind eru að framan komi frá samgöngustofnunum og samstarfsaðilum í samræmi við ábyrgð og hlut­verk í hverju verkefni samkvæmt nánara samkomulagi þeirra á milli. Frekari grein verði gerð fyrir stefnumótandi verkefnum í samgönguáætlun fyrir árin 2015–2026 sem nú er í vinnslu.

Samþykkt á Alþingi 12. október 2016.