Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 31  —  23. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um eftirlitsstofnanir.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvaða stofnanir ráðuneytisins sinna eftirliti, sbr. 1. gr. laga nr. 27/1999, um opinberar eftirlitsreglur?
     2.      Hver hafa verið árleg framlög ríkissjóðs til hverrar stofnunar árin 2010–2016?
     3.      Hverjar hafa verið árlegar sértekjur hverrar stofnunar árin 2010–2016?
     4.      Hver var heildarfjöldi starfsmanna hverrar stofnunar í lok árs 2010 og árslok 2016?
     5.      Hefur eftirliti eða einstökum verkefnum eftirlitsstofnana verið útvistað? Ef svo er, hverju hefur verið útvistað?
     6.      Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg?


Skriflegt svar óskast.