Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 35  —  27. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um launakostnað og fjölda starfsmanna.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvernig hefur launakostnaður vegna starfsmanna Stjórnarráðsins þróast frá árinu 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi 2016.
     2.      Hvernig hefur hlutfall launakostnaðar Stjórnarráðsins af heildarlaunakostnaði ríkissjóðs þróast frá árinu 1990?
     3.      Hvernig hefur launakostnaður ríkissjóðs í heild þróast frá árinu 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi 2016.
     4.      Hvernig hefur hlutfall heildarlaunakostnaðar ríkisins af frumútgjöldum þróast frá árinu 1990?
     5.      Hvernig hefur fjöldi starfsmanna ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja þróast frá árinu 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum og að tekið verði tillit til færslu verkefna og starfsmanna frá ríki til sveitarfélaga.

         

Skriflegt svar óskast.