Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 52  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (HarB, GÞÞ, SilG, UBK).

    1.     Við 5. gr. Nýir liðir:
        2.18    Að selja húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg 162 í Reykjavík og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
        2.19    Að selja Tollhúsið við Tryggvagötu 19 í Reykjavík og kaupa eða leigja hentugra húsnæði fyrir starfsemi ríkisins sem nú er í húsinu.
    2.     Við 5. gr. Nýr liður:
        3.15    Að selja eignarhlut ríkisins í Miðási 1, Egilsstöðum.
        3.16    Að selja eignarhlut ríkisins í Laugavegi 116 og 118, Reykjavík.
    3.     Við 5. gr. Nýr liður:
        4.21    Að ganga til samninga við sveitarfélagið Skagafjörð um sölu á Málmey.
    4.     Við 5. gr. Nýr liður:
        6.24    Að kaupa jörðina Fell í Suðursveit.
        6.25    Að ganga til samninga við Seltjarnarnesbæ um kaup ríkisins á Safnatröð 5, Sel­tjarnarnesi.
        6.26    Að ganga til samninga um kaup ríkisins á „Villa Nova“, Aðalgötu 23, Sauðár­króki.