Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 132  —  75. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað við sjúkraflug og fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.

                        
     1.      Hver var heildarkostnaður við þau 108 sjúkraflug sem farin voru til og frá Vestmannaeyjum árið 2016 samkvæmt upplýsingum ISAVIA? Í svarinu óskast tilgreindur a) kostnaður vegna flugs með barnshafandi konur, b) kostnaður vegna alls sjúkraflugs Mýflugs, c) kostnaður vegna þyrluflugs Landhelgisgæslunnar.
     2.      Hver er meðalkostnaður eins sjúkraflugs miðað við öll sjúkraflug ársins 2016, hvaðanæva á landinu?
     3.      Hve stór hluti sjúkraflugs ársins 2016 var vegna barnsfæðinga kvenna sem búsettar eru í Vestmannaeyjum?
     4.      Hvernig hyggst heilbrigðisráðherra bregðast við því að fjölmargar fjölskyldur þurfa að bera kostnað vegna röskunar á högum þeirra sem stafar af því að flytja þarf konur frá Vestmannaeyjum úr byggðarlaginu en þessu fylgir jafnan bæði ferða- og búsetukostnaður.
     5.      Hyggst heilbrigðisráðherra gera Vestmannaeyingum kleift að sækja fæðingarþjónustu til sjúkrahússins í Vestmannaeyjum og þá hvenær?


Skriflegt svar óskast.