Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 186  —  127. mál.
Viðbót.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um málefni Háskóla Íslands.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra takast á við þá afleitu stöðu að fjárframlög til Háskóla Íslands eru lægri en OECD ráðleggur og Háskólinn stendur enn einu sinni frammi fyrir því að neyðast til að skera starfsemi sína niður?
     2.      Hvernig má tryggja lágmarksúrbætur í fjárveitingum til kennslu á vegum Háskóla Íslands?
     3.      Er ráðherra kunnugt um að Háskóli Íslands hefur ekki ráð á að halda úti sómasamlegri fjarkennslu, m.a. fyrir nema á landsbyggðinni? Ef svo er, hvernig er ætlunin að bregðast við því?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að framlög til annarra háskóla fullnægi menntakröfum sem þeir standa fyrir, jafnt í beinni kennslu og rannsóknum sem í fjarkennslu?