Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 199  —  140. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um yfirferð kosningalaga.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra standa að vinnu með öllum flokkum að því að kosningalöggjöfin verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um yfirferð kosningalöggjafarinnar?
     2.      Í hverju felst að mati ráðherra meira jafnræði í atkvæðavægi?
     3.      Hvað telur ráðherra þarfnast einföldunar í kosningalöggjöfinni?
     4.      Mun yfirferð kosningalaga ná til fleiri þátta en þeirra sem vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga lagði til að yrði breytt í drögum að frumvarpi sem hópurinn skilaði af sér í ágúst sl.? Ef svo er, til hvaða þátta?