Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 234  —  167. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig ganga íslensk stjórnvöld úr skugga um að hælisleitandi sem sendur er til fyrsta móttökuríkis samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni eigi ekki á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð?
     2.      Hvernig er samskiptum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í móttökuríki háttað þegar hælisleitandi er sendur til fyrsta móttökuríkis?
     3.      Hvernig gæta íslensk stjórnvöld þess að hælisleitandi sem sendur er til fyrsta móttökuríkis hljóti þar húsaskjól og viðurværi?
     4.      Hvernig bregðast íslensk stjórnvöld við ef hælisleitandi sem sendur er til fyrsta móttökuríkis er félaus, skilríkjalaus og á ekki í nein hús að venda í móttökuríkinu?
     5.      Hefur það gerst að hælisleitandi sem sendur er til fyrsta móttökuríkis hafi verið skilinn þar eftir allslaus og án þess að eiga í nein hús að venda? Ef svo er, hvað skýrir slíkan verknað?
     6.      Hvaða lög og verklagsreglur liggja að baki framkvæmd á brottvísun hælisleitenda til fyrsta móttökuríkis og eru verklagsreglurnar aðgengilegar almenningi?
     7.      Telur ráðherra að framkvæmd við brottvísun hælisleitenda og flutning þeirra til fyrsta móttökuríkis samræmist alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna?
     8.      Hefur það áhrif á ákvarðanatöku um brottvísun og flutning til fyrsta móttökuríkis hvort um hinsegin hælisleitanda er að ræða og hvernig meta íslensk stjórnvöld stöðu slíkra hælisleitenda með tilliti til þess að þeim er víða hætta búin?


Skriflegt svar óskast.