Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 239  —  172. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um úrskurði um umgengni barna við umgengnisforeldra.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hversu margir úrskurðir um umgengni barna við umgengnisforeldra hafa verið kveðnir upp á ári sl. tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hversu oft lauk umgengnismálum á sama tímabili með samkomulagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Í hversu mörgum tilfellum var sett fram krafa um beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni og í hversu mörgum tilfellum úrskurðaði sýslumaður um beitingu dagsekta? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Í hversu mörgum tilfellum var sett fram krafa um aðför til að koma á umgengni og í hversu mörgum tilfellum úrskurðaði dómari að umgengni skyldi komið á með aðför? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     5.      Hver er meðalafgreiðslutími úrskurða sýslumanns um umgengni þegar foreldra greinir á um umgengnina?
     6.      Telur ráðherra þörf á aðgerðum til að koma í veg fyrir að forsjáraðili tálmi umgengni barns við foreldri eða annan sem á umgengnisrétt við barnið? Ef svo er, hvaða aðgerðir telur ráðherrann mögulegar til að ná því markmiði?


Skriflegt svar óskast.