Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 263  —  192. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um nám í hjúkrunarfræði.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir auknu fjármagni til námsbrauta í hjúkrunarfræði til að koma á móts við skort á hjúkrunarfræðingum?
     2.      Hvernig ætlar ráðherra að bregðast við brottfalli úr námi í hjúkrunarfræði?
     3.      Ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að fjölga verknámsplássum fyrir hjúkrunarfræðinema innan heilbrigðisstofnana og þá hvernig?