Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 274  —  34. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur um fjölda lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur vegna búsetu erlendis.


     1.      Hversu margir lífeyrisþegar fengu á árunum 2010–2016 skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega (elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega).
    Í töflu 1 má sjá fjölda lífeyrisþega á Íslandi í nóvember 2010 2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 1. Fjöldi lífeyrisþega á Íslandi í nóvember 2010– 2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis.

     2.      Hversu margir þessara lífeyrisþega voru búsettir annars vegar í ríkjum innan EES og hins vegar í ríkjum utan EES fyrir flutninginn til Íslands? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega.
    Í töflu 2 kemur fram hversu margir lífeyrisþegar sem búsettir voru á Íslandi og fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis voru búsettir í ríkjum utan EES-svæðisins annars vegar og innan EES-svæðisins hins vegar fyrir flutning til Íslands. Miðað er við nóvember 2010–2016. Í nokkrum tilvikum var um að ræða einstaklinga sem bæði höfðu verið búsettir í ríkjum innan og utan EES-svæðisins fyrir flutning til Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 2. Fjöldi lífeyrisþega sem búsettir voru á Íslandi í nóvember 2010– 2016 og fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis og voru búsettir í ríkjum utan EES-svæðisins annars vegar og innan EES-svæðisins hins vegar fyrir flutning til Íslands .

     3.      Hversu margir þessara lífeyrisþega fá engar lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega.
    Tafla 3 sýnir fjölda lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis og fá engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 3. Fjöldi lífeyrisþega í nóvember 2010– 2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis og fá engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi.

     4.      Hversu stórt hlutfall þessara lífeyrisþega fær ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi, þrátt fyrir að milliríkjasamningur sé í gildi milli Íslands og fyrra búsetulands? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega.
    Í töflu 4 sést heildarfjöldi lífeyrisþega sem kemur frá ríkjum sem gerðir hafa verið milliríkjasamningar við, hversu margir þeirra fá ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi og hlutfall þeirra af heildarfjöldanum. Miðað er við nóvember 2010–2016.
    Það skal tekið fram að lífeyrir almannatrygginga greiðist á grundvelli milliríkjasamninga hafi viðkomandi áunnið sér rétt til lögbundinna greiðslna á grundvelli iðgjaldagreiðslu, vinnu eða búsetu og fullnægir skilyrðum samkvæmt löggjöf þess ríkis fyrir greiðslunum. Þar sem löggjöf ríkja getur verið mismunandi hvað þetta varðar getur sú staða komið upp að réttur til lífeyris sé viðurkenndur í einu ríki en ekki öðru. Það getur leitt til þess að þótt viðkomandi hafi verið búsettur í öðru samningsríki fyrir flutning til Íslands hafi hann ekki verið tryggður í því landi. Mörg ríki í Evrópu byggja t.d. á iðgjaldakerfi þar sem einstaklingar öðlast réttindi á grundvelli greiðslu iðgjalda en ekki búsetu. Hafi ekki verið um greiðslu slíkra iðgjalda að ræða hefur viðkomandi ekki áunnið sér réttindi í því landi sem flutt var frá. Einnig kann að vera að ekki sé til staðar tryggingakerfi í brottflutningsríkinu eða að viðkomandi einstaklingur hafi ekki áunnið sér rétt til greiðslna samkvæmt ákvæðum í milliríkjasamningum.
    Loks ber þess að geta að reglur um lífeyrisaldur og örorkumat eru mismunandi á milli landa og hverju landi er í sjálfsvald sett hvernig þeim reglum er háttað. Þannig getur t.d. komið upp sú staða að einstaklingur sem hefur fengið örorkumat hér á landi á grundvelli almannatryggingalaga uppfylli ekki skilyrði fyrir slíku mati í því landi sem hann bjó í fyrir flutninginn. Það myndi leiða til þess að örorkubætur greiddust aðeins frá Íslandi en ekki frá fyrra búsetulandi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 4. Heildarfjöldi lífeyrisþega í nóvember 2010– 2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis og koma frá ríkjum sem gerðir hafa verið milliríkjasamningar við, hversu margir þeirra fá ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi og hlutfall þeirra af heildarfjöldanum.      5.      Hversu margir lífeyrisþegar, sem sótt hafa um lífeyri frá öðru EES-ríki, hafa fengið synjun um örorkulífeyri frá fyrra búsetulandi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega.
    Til að unnt væri að svara þessari spurningu þyrfti Tryggingastofnun ríkisins að leggja í mjög umfangsmikla vinnu, m.a. að fara handvirkt yfir hverja umsókn þeirra einstaklinga sem um ræðir, sem er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Þess vegna er ekki unnt að svara þessum lið fyrirspurnarinnar á þeim fresti sem veittur er til að svara fyrirspurn sem þessari. Enn fremur er óskað eftir að ígrundað verði vel hvort svarið í heild gefi nægilega mynd af aðstæðum þessa fólks áður en ráðist verður í að svara umræddri spurningu í ljósi þess tíma og kostnaðar sem það tæki.

     6.      Hversu margir lífeyrisþegar skv. 1. tölul. fyrirspurnarinnar féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2010–2016 (skattskyldar tekjur í nóvember ár hvert) sem miðast við allar skattskyldar tekjur:
        0–79.999 kr.,
        80.000–99.999 kr.,
        100.000–129.999 kr.,
        130.000–149.999 kr.,
        150.000–169.999 kr.,
        170.000–189.999 kr.,
        190.000–209.999 kr.,
        210.000 kr. eða hærri? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega.

    Í töflu 5 koma fram upplýsingar um hve margir lífeyrisþegar féllu í umrædda tekjuflokka. Miðað er við skattskyldar tekjur að meðtöldum skattskyldum bótum almannatrygginga í nóvember ár hvert.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 5. Fjöldi lífeyrisþega í nóvember 2010–2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis og eru í ofangreindum tekjuflokkum (miðað við allar skattskyldar tekjur að meðtöldum skattskyldum bótum almannatrygginga).

     7.      Hversu margir lífeyrisþegar voru ár hvert með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, þ.e.:
        lægri en 174.946 kr. árið 2012,
        lægri en 181.769 kr. árið 2013,
        lægri en 188.313 kr. árið 2014,
        lægri en 193.962 kr. árið 2015,
        lægri en 212.776 kr. árið 2016? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hópum lífeyrisþega.

    Í töflu 6 koma fram upplýsingar um hve margir lífeyrisþegar voru með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, í nóvember 2010–2016.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 6. Fjöldi lífeyrisþega ár hvert með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, í nóvember 2010–2016.