Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 321  —  229. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgerðir á kvennadeildum.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Telur ráðherra rétt að hefja átak í að stytta biðlista eftir aðgerðum á kvennadeildum, sbr. tillögu til þingsályktunar um styttingu biðlista á kvennadeildum? Ef svo er, hvernig hyggst ráðherra stytta biðlista eftir aðgerðum?
     2.      Hyggst ráðherra bregðast við ályktun Kvenfélagasambands Íslands um mikilvægi þess að hefja átak nú þegar í að stytta biðlista og fjölga aðgerðum á kvennadeildum?
     3.      Telur ráðherra mögulegt að nýta auðar skurðstofur og sjúkrarými á landsbyggðinni til að fjölga aðgerðum á kvennadeildum?