Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 322  —  230. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisáætlun.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Telur ráðherra þörf á heilbrigðisáætlun fyrir landið, sbr. þingsályktunartillögu Framsóknarmanna um heilbrigðisáætlun?
     2.      Telur ráðherra rétt að horft sé til landfræðilegra þátta, samgangna, fjarlægða milli byggðarlaga, íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetningar íbúa, staðsetningar sjúkrabifreiða, aðgangs að sjúkraflugi, fjölda ferðamannastaða og sumarhúsabyggða við gerð heilbrigðisáætlunar?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að nýta auð sjúkrarými á landsbyggðinni og létta þannig álagi af Landspítala?
     4.      Telur ráðherra mikilvægt að haft sé samráð við fagfólk í heilbrigðisstéttum við gerð heilbrigðisáætlunar?