Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 323  —  231. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lyfjaskráningu.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvernig er háttað villuprófun og almennri gæðavöktun á lyfjagagnagrunni embættis landlæknis ?
     2.      Hvaða skýringar eru á 10.000 taflna ofskráningu á ávísunum á amfetamínsúlfat í lyfjagagnagrunni embættis landlæknis á tímabilinu september 2015 til mars 2016, sem voru síðar innkallaðar í mars 2016?
     3.      Hvaða skýringar eru á því að embætti landlæknis lokaði málinu haustið 2016 með 1.985 taflna ofskráningu enn óútskýrða?
     4.      Eru frekari of- eða vanskráningar enn óútskýrðar hjá embætti landlæknis? Ef svo er, hvert er umfang þeirra og um hvaða lyf er að ræða?