Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 324  —  232. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um stuðning við fráveituframkvæmdir.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að ríkið endurgreiði sveitarfélögum á ný virðisaukaskatt af framkvæmdum þeirra við fráveitur eins og gert var á árabilinu 1995–2008?
     2.      Áformar ráðherra stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga með einhverjum öðrum hætti og ef svo er, hverjum og hvenær má vænta aðgerða?
     3.      Hvað er títt af störfum nefndar um endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp og hvenær má vænta þess að endurskoðuð reglugerð birtist?


Skriflegt svar óskast.