Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 325  —  233. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um komugjald á flugfarþega.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hverjar hefðu tekjur ríkissjóðs orðið ef komugjald að upphæð 1.500 kr. hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 og 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra?
     2.      Hverjar yrðu tekjur ríkissjóðs ef komugjald að upphæð 1.500 kr. yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega, og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra?
     3.      Ef komugjald yrði innheimt af flugfarþegum sem koma hingað til lands þyrfti þá að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi og ef svo er, hvaða reglur gilda þar um?


Skriflegt svar óskast.