Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 330  —  238. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um inn- og útskatt hótela og gistiheimila.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hverjar voru fjárhæðir innskatts og útskatts hótela og gistiheimila, sem og endurgreiðslur til þeirra vegna mismunar, hvort ár 2015 og 2016 og hvernig var skiptingin milli rekstrarkostnaðar og stofnkostnaðar?
     2.      Hver hefði inn- og útskattur hótela og gistiheimila, sem og endurgreiðslur til þeirra, verið sömu ár ef þjónusta hótela og gistiheimila hefði verið í almennu virðisaukaskattsþrepi?


Skriflegt svar óskast.