Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 333  —  241. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rannsóknarleyfi Orkubús Vestfjarða.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvers vegna hafa öll rannsóknarleyfi vegna sex hugsanlegra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum verið veitt einkaaðilum en ekki Orkubúi Vestfjarða sem er eina orkufyrirtækið í almannaeigu á Vestfjörðum?
     2.      Hafa Orkubúi Vestfjarða verið veitt einhver rannsóknarleyfi og ef svo er, hvar og hversu stórir eru þeir virkjunarkostir sem leyfin lúta að miðað við uppsett afl virkjunar?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að almenningsfyrirtækið Orkubú Vestfjarða hafi orðið svo afskipt, hvað telur ráðherra að skýri þessa stöðu og er áformað að bregðast við henni?


Skriflegt svar óskast.