Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 336  —  244. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fórnarlömb mansals.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta lögum þannig að dvalarleyfi sem fórnarlömb mansals geta fengið geri þeim kleift að stunda atvinnu hér á landi, kjósi þau svo?
     2.      Telur ráðherra að með starfsemi Útlendingastofnunar í Hafnarfirði sé komið fullnægjandi móttökukerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd eins og kveðið er á um í 27. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga?
     3.      Eru áform um að starfrækja fleiri en eina móttökustöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd?
     4.      Hvaða sérstöku úrræði eru í boði fyrir fórnarlömb mansals, sbr. 27. gr. laga um útlendinga?


Skriflegt svar óskast.