Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 337  —  245. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um utankjörfundaratkvæði.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu mörg utankjörfundaratkvæði í Alþingiskosningum árið 2016 voru ekki tekin til greina og hvers vegna?
     2.      Hversu mörg þeirra voru atkvæði þar sem kjósandi hafði þurft aðstoð við útfyllingu kjörseðils og hvers vegna voru þau ekki tekin til greina?
     3.      Hversu mörg þeirra voru atkvæði þar sem starfsmaður hafði aðstoðað við útfyllingu kjörseðils og hvers vegna voru þau ekki tekin til greina?
    Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum samkvæmt annars vegar 91. gr. og hins vegar 100. gr. laga um kosningar til Alþingis.


Skriflegt svar óskast.