Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 338  —  246. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um hæstu og lægstu laun hjá ríkinu.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hver eru hæstu heildarlaun hjá ríkinu og opinberum fyrirtækjum, þ.e. laun þess hundraðshluta sem hæstar tekjur hefur að meðtöldum öllum starfstengdum greiðslum og yfirvinnu, og fyrir hvers konar störf eru þau greidd?
     2.      Hver eru lægstu heildarlaun hjá hinu opinbera og hverjir eru lægstu launataxtarnir, þ.e. hjá lægsta hundraðshlutanum, og um hvers konar störf er þar að ræða?
     3.      Hver hefur þróun launabils á milli fyrrgreindra tveggja hópa verið síðustu 20 árin?


Skriflegt svar óskast.