Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 341  —  248. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um valdheimildir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins í ljósi fregna af fráveitumálum í Mývatnssveit.

Frá Einari Brynjólfssyni.


    Höfðu Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitið nægilegar valdheimildir til að koma í veg fyrir mengun frá fráveitum hótela í Mývatnssveit sem sagt var frá í Kastljósi 21. og 22. febrúar 2017? Ef svo var, hvorri stofnuninni bar að koma í veg fyrir að þetta gerðist? Ef svo var ekki, hvað hyggst ráðherra gera til að bæta úr því?


Skriflegt svar óskast.