Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 357  —  259. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um fósturbörn.

Frá Eygló Harðardóttur.


     1.      Hversu mörg börn voru árlega í fóstri á árunum 2006–2016, sundurliðað eftir ættingjafóstri og fóstri hjá ótengdum einstaklingum?
     2.      Hversu hátt hlutfall fósturbarna útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hversu hátt hlutfall lýkur framhaldsskólaprófi?
     3.      Hversu mörg börn hætta í fóstri árlega, áður en þau verða 18 ára og eftir að þau verða 18 ára?
     4.      Hvaða stuðning fá fósturbörn frá hinu opinbera eftir að fóstri lýkur, áður en þau verða 18 ára og eftir að þau verða 18 ára?


Skriflegt svar óskast.