Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 359  —  261. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hver er helsta málsvörn íslenska ríkisins í hæstaréttarmáli nr. 154/2017 sem Ferskar kjötvörur ehf. höfðuðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem dómur féll stefnanda í hag?
     2.      Eru áform um að slaka á þeim reglum sem gilda um innflutning á hráu kjöti og ef svo er, hefur farið fram áhættugreining vegna þess?
     3.      Hvaða áform eru um ráðstafanir til að hindra ógnir við lýðheilsu, svo sem aukna tíðni matarborinna sýkinga, og tjón á búfjárstofnum af völdum innflutnings á hráu kjöti?
     4.      Hvert er viðhorf ráðherra til ábendingar sóttvarnalæknis í umsögn um 783. mál á 145. löggjafarþingi þess efnis að útbreiðsla ýmissa sýkla og sýklalyfjaónæmra baktería sé meðal helstu heilbrigðisógna samtímans og að þessi heilsufarsvá berist m.a. með ferskum matvælum? Hvaða áhrif telur ráðherra að þessi ábending ætti að hafa á heimild til innflutnings á hráu kjöti?
     5.      Telur ráðherra að eftirlits- og viðbragðsaðilar séu nægilega vel undir það búnir að greina sýktar kjötvörur og bregðast við innflutningi þeirra?


Skriflegt svar óskast.