Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 369  —  267. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Til hvaða ráðstafana hyggst ráðherra grípa til að tryggja orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við því að samkvæmt raforkulögum virðist enginn bera ábyrgð á neytendamarkaðinum? Til hvaða ráðstafana mun ráðherra grípa og hvenær má gera ráð fyrir að úrbæturnar verði komnar til framkvæmda?
     3.      Hverjar eru skyldur orkuframleiðenda gagnvart heildsölumarkaðinum samkvæmt lögum og hvað telur ráðherra að gera þurfi til að tryggja bestu neytendavernd á honum, m.a. til að koma í veg fyrir að verð til heimilanna hækki?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra auka orkuöryggi á almenna markaðinum með því að tryggja nægt framboð á orku? Hvaðan mun sú orka koma?
     5.      Til hvaða ráðstafana mun ráðherra grípa til að auka arðsemi af orkusölu til stórnotenda en gæta þess um leið að orkuverð til heimilanna sé ætíð það lægsta í Evrópu?
     6.      Hverjar eru ástæður þess að unnt virðist að auka raforkusölu til stórnotenda með því að minnka orkuframboð til heimilanna og þar með hækka verð til þeirra? Hvernig samrýmist þessi möguleiki stefnumörkun ráðherra í neytendaverndarmálum?


Skriflegt svar óskast.