Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 390  —  280. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um fjölpóst.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mikið af pappír er áætlað að hafi borist inn á hvert heimili á Íslandi árlega sl. 10 ár vegna dreifingar fjölpósts, þ.e. fríblaða og óáritaðs auglýsinga- og kynningarefnis?
     2.      Er munur á pappírsmagninu á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum?
     3.      Telur ráðherra eðlilegt að viðtakendur fjölpósts beri kostnað af förgun þess pappírssorps sem af honum leiðir?
     4.      Hvaða umhverfisgjöld eru nú lögð á fjölpóst sem dreift er endurgjaldslaust og óumbeðið? Er hugað að því að innleiða mengunarbótaregluna í auknum mæli á þessum vettvangi þannig að aðilar sem dreifa fjölpósti beri kostnað sem hlýst af förgun úrgangsins?
     5.      Hefur komið til álita að gera kröfu um að viðtakendur fjölpósts þurfi að veita samþykki sitt fyrir móttöku í stað þess að þurfa sérstaklega að biðjast undan henni eins og nú er raunin?


Skriflegt svar óskast.