Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 391  —  281. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um förgun jarðvegsefna vegna byggingarframkvæmda.

Frá Eygló Harðardóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um förgun jarðvegsefna sem falla til við byggingarframkvæmdir?
     2.      Hversu margir förgunarstaðir fyrir slík jarðvegsefni eru á höfuðborgarsvæðinu?
     3.      Hafa umhverfisáhrif af akstri vegna förgunar slíks jarðvegs verið metin?
     4.      Telur ráðherra að endurnýta mætti jarðveg sem fellur til við byggingarframkvæmdir í auknum mæli og draga þannig úr neikvæðum umhverfisáhrifum af förgun hans og ef svo er, hvernig?
     5.      Telur ráðherra að draga mætti úr kostnaði vegna förgunar slíks jarðvegs og ef svo er, hvernig?


Skriflegt svar óskast.