Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 393  —  283. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um baunarækt.

Frá Hildi Knútsdóttur.


     1.      Hvert er umfang baunaræktar hér á landi?
     2.      Hvernig metur ráðherra skilyrði til baunaræktar í gróðurhúsum?
     3.      Hver eru viðhorf ráðherra til þess að framleiða prótín með baunarækt með tilliti til þess að slík ræktun veldur mun minni kolefnislosun og öðru álagi á umhverfið en kjötframleiðsla?
     4.      Nýtur baunarækt styrkja eða annarra ívilnana?
     5.      Telur ráðherra að stuðla eigi að aukinni baunarækt og ef svo er, hvaða ráðum og aðferðum ætti þá að beita til þess?


Skriflegt svar óskast.