Ferill 284. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 394  —  284. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fylgdarlaus börn sem sækja um alþjóðlega vernd.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hve mörg fylgdarlaus börn skv. 11. tölul. 3. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðustu fimm árum og hver var aldur þeirra og kyn?
     2.      Hve hátt hlutfall þessara barna fengu alþjóðlega vernd á síðustu fimm árum?
     3.      Hafa fylgdarlaus börn verið send til annars viðkomulands á síðustu fimm árum á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 604/2013 (Dublin III) og fyrirrennara hennar og ef svo er, hversu mörg börn eiga í hlut og hver var aldur þeirra og kyn?
     4.      Hvernig ganga íslensk stjórnvöld úr skugga um að fylgdarlaus börn, sem komið er í veg fyrir að sæki um alþjóðlega vernd á Íslandi og send annað, fái aðbúnað og málsmeðferð sem samræmist alþjóðlegum skuldbindingum um réttindi barnsins sem Ísland hefur fullgilt?
     5.      Hvert er viðhorf ráðherra til þess að hafna því að taka umsókn þessara barna til meðferðar en senda þau þess í stað til annars lands á grundvelli regluverks?
     6.      Hvernig telur ráðherra að bregðast eigi við vaxandi fjölda fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi?


Skriflegt svar óskast.