Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 403  —  291. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um úrbætur í jafnréttismálum.

Frá Hildi Knútsdóttur.


    Hvaða aðgerðum hafa stjórnvöld beitt til að bregðast við um ársgömlum tilmælum um úrbætur í jafnréttismálum frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum þar sem sérstaklega var lögð áhersla á:
     a.      samþykkt aðgerðaáætlunar gegn kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi sem taki tillit til þarfa fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna,
     b.      að tryggt verði að lögregluembætti um allt land geti tekið upp verklag lögreglunnar í Reykjavík í ofbeldismálum,
     c.      að þegar verði gripið til aðgerða til að fjölga konum innan lögreglunnar og Hæstaréttar og í háttsettum stöðum í utanríkisþjónustunni?


Skriflegt svar óskast.