Ferill 292. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 404  —  292. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fræbanka.

Frá Hildi Knútsdóttur.


     1.      Er til fræbanki með fræjum þeirra nytjajurta sem ræktaðar eru hérlendis?
     2.      Telur ráðherra slíkan fræbanka nauðsynlegan til að tryggja fæðuöryggi Íslendinga gagnvart mögulegum náttúruhamförum, mögulegu hruni vistkerfa af völdum loftslagsbreytinga, landnámi nýrra tegunda sem hér munu þrífast með hlýnandi loftslagi eða möguleikanum á því að innflutningur á sáðfræi geti raskast af einhverjum orsökum?


Skriflegt svar óskast.