Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 406  —  294. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um fæðuöryggi.

Frá Hildi Knútsdóttur.


     1.      Hefur mat á fæðuöryggi þjóðarinnar og ógnir við það verið þáttur í mótun aðgerða til að stuðla að þjóðaröryggi eða efla almannavarnir og öryggismál landsmanna og hvað getur einkum sett fæðuöryggi í uppnám?
     2.      Til hversu langs tíma eru að jafnaði til birgðir af matvælum hjá matvöruverslunum og birgjum þeirra?
     3.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um að útvega matvæli fyrir almenning og dreifa þeim ef ekki er unnt að nálgast þau eftir venjulegum leiðum?
     4.      Telur ráðherra að nægilega vel sé séð fyrir fæðuöryggi og að áætlanir um viðbrögð við öryggisbresti á þessu sviði séu traustar og viðeigandi?


Skriflegt svar óskast.