Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 407  —  295. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um fullgildingu viðauka við Marpol-samninginn.

Frá Hildi Knútsdóttur.


     1.      Hvað líður fullgildingu Íslands á viðaukum við Marpol-samninginn, annars vegar viðauka IV um varnir gegn skólpmengun frá skipum og hins vegar viðauka VI um varnir gegn loftmengun frá skipum?
     2.      Hver er stefna Íslands varðandi bann við notkun svartolíu (heavy fuel) á aðalvélar skipa á norðurskautssvæðinu?


Skriflegt svar óskast.