Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 413  —  301. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvert er heildarumfang gjaldeyrisinnstreymis samkvæmt fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, skipt eftir gjaldmiðlum? Hversu mikill afsláttur hefur verið gefinn ár hvert frá því að heimilt var að koma með gjaldeyri með þessum hætti inn í landið?
     2.      Hvernig hefur þessum gjaldeyri verið ráðstafað, þ.e. hve mikið hefur farið til kaupa á
                  a.      hlutabréfum,
                  b.      fasteignum, þar með töldu jarðnæði,
                  c.      öðrum verðmætum, flokkuðum með viðurkenndum aðferðum?
     3.      Hversu stórum hluta fjárfestinganna er ekki hægt að skipta á tilgreindar fjárfestingar skv. 2. tölul.?
     4.      Hvernig skiptast fyrrgreindar fjárfestingar, í fjárhæðum og fjölda, milli lögaðila og einstaklinga, aðila með innlenda kennitölu og með erlenda kennitölu og erlendra aðila og innlendra?
     5.      Hversu hátt hlutfall gjaldeyrisinnstreymis eftir fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands má ætla að hafi verið sýndarviðskipti?
     6.      Hver voru upprunalönd þessa gjaldeyris, hver var fjöldi fjárfestinga frá hverju þeirra og heildarfjárhæð?
     7.      Er unnt að meta áhrif innstreymis þessa gjaldeyris á gengisþróun krónunnar? Ef svo er, hver hafa áhrifin verið?
     8.      Hvað hafa komið upp mörg tilvik þar sem Seðlabankinn telur að reynt hafi verið að misnota fyrrgreinda leið? Hvað má gera ráð fyrir að um háar fjárhæðir hafi verið að ræða?


Skriflegt svar óskast.