Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 424  —  311. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um búsetuskerðingar almannatrygginga.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Mun ráðherra skipa starfshóp til að fara yfir skilyrði tryggingaverndar og réttindaávinnslu í lífeyristryggingum í ljósi mikillar fjölgunar lífeyrisþega sem verða fyrir skerðingu á greiðslum úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis?
     2.      Hyggst ráðherra endurskoða 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, þar sem kveðið er á um hlutfallsútreikning sérstakrar framfærsluuppbótar vegna fyrri búsetu erlendis, svo að tryggja megi lágmarksframfærslu allra lífeyrisþega?