Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 437  —  319. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Alexandersflugvöll.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hver er staða Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna og var haft samráð við heimamenn þegar stjórnvöld tóku ákvörðun um breytingar á stöðu hans?
     2.      Hvernig er þjónustustig Alexandersflugvallar nú skilgreint og hvaða reglur og áætlanir gilda þar um viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi?
     3.      Hefur öryggisbúnaður og nauðsynlegur búnaður vegna lendinga á Alexandersflugvelli verið skertur á undanförnum árum og ef svo er, hvernig og hvers vegna?
     4.      Hvert er viðhorf ráðherra til þess að Alexandersflugvöllur verði á ný tekinn í notkun sem virkur flugvöllur í samgönguneti landsmanna og hvernig telur ráðherra að heppilegast væri að stuðla að því?
     5.      Hversu mörg sjúkraflug hafa farið um Alexandersflugvöll á undanförnum fjórum árum? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum og árum.
     6.      Hversu oft á undanförnum fjórum árum var ekki unnt að nýta Alexandersflugvöll til sjúkraflugs, hverjar voru ástæður þess og hvert er viðhorf ráðherra til öryggishlutverks flugvallarins fyrir íbúa Sauðárkróks og nágrannabyggða?


Skriflegt svar óskast.