Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 467  —  342. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skipun ráðgjafarnefnda heilbrigðisumdæma.

Frá Bjarna Jónssyni.

    Mun ráðherra láta verða af því og þá hvenær að skipa ráðgjafarnefndir heilbrigðisumdæma eins og gefin voru fyrirheit um árið 2014 í tengslum við umfangsmikla sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni það ár?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í október 2014 óskaði velferðarráðuneytið eftir því bréfleiðis að landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefndu fulltrúa í ráðgjafarnefndir fyrir hlutaðeigandi heilbrigðisumdæmi. Ráðuneytinu bárust í kjölfarið umbeðnar tilnefningar landshlutasamtaka fyrir hönd sinna starfssvæða. Nú, tæpum þremur árum síðar, hefur ráðherra ekki enn skipað í ráðgjafarnefndir heilbrigðisumdæma.