Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 469  —  344. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um virðisaukaskatt á veggjöld í Hvalfjarðargöngum.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hve miklu nemur innheimtur virðisaukaskattur af veggjöldum vegna aksturs um Hvalfjarðargöng frá því að umferð um göngin hófst? Svarið óskast sundurliðað fyrir hvert ár.
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að slíkur viðbótarvegtollur sem tekinn er í einum landshluta renni beint í ríkissjóð eða færi betur á að ráðstafa honum til uppbyggingar samgöngumannvirkja beggja vegna ganganna eða lækkunar veggjalds?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að endurgreiða umræddan virðisaukaskatt með því að verja upphæðinni til vegaframkvæmda?


Skriflegt svar óskast.