Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 472  —  347. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um stöðu, hlutverk og fjármögnun náttúrustofa og rannsóknarstarf.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hvert er viðhorf ráðherra til náttúrustofa og hlutverks þeirra í rannsóknum á lífríkinu og við vöktunarverkefni? Telur ráðherra að halda beri starfsemi náttúrustofanna áfram með sama hætti og verið hefur eða að breytinga sé þörf og sé svo, þá hverra?
     2.      Hvernig hafa fjárveitingar ríkisins til náttúrustofa þróast undanfarin 10 ár? Óskað er upplýsinga um raungildi fjárveitinganna sundurliðað eftir árum.
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir raunhækkun grunnfjárveitinga til náttúrustofa?
     4.      Hyggst ráðherra stuðla að því að náttúrustofur taki að sér fleiri svæðisbundin verkefni en þær hafa nú með höndum, þar á meðal verkefni í grunnrannsóknum og vöktunarverkefnum á starfssvæðum sínum?
     5.      Hver er skoðun ráðherra á mikilvægi þess að auka fjölbreytni í rannsóknarstarfi hérlendis og skjóta þannig stoðum undir atvinnulíf á landsbyggðinni?
     6.      Hvaða augum lítur ráðherra samstarf náttúrustofa og stofnana ríkisins með tilliti til valddreifingar og nýtingar fjármagns sem varið er til rannsóknarstarfa og hver er framtíðarsýn ráðherra hvað þetta varðar?


Skriflegt svar óskast.