Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 473  —  348. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um endurbyggingu stofnleiða og lagningu bundins slitlags á tengivegi.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hvenær telur ráðherra að lokið verði við endurbyggingu allra helstu stofnleiða á landi og tengingu þeirra við þéttbýli, þar sem eru hundrað íbúar og fleiri, með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli? Mun ráðherra beita sér fyrir því að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og til þess veittir meiri fjármunir svo að það takist?
     2.      Hver er reynslan af átaks- og tilraunaverkefni Vegagerðarinnar við lagningu á bundnu slitlagi á vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant? Hve miklu fjármagni hefur verið varið til slíkra verkefna, á hvaða vegum og hve langar vegalengdir? Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að meiri fjármunum verði varið í slík verkefni? Ef svo er, er óskað eftir sundurliðaðri áætlun þar um.


Skriflegt svar óskast.