Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 487  —  96. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur um styrki úr menningarsjóðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    1.     Hversu margir og hversu háir styrkir hafa árlega verið veittir úr menningarsjóðum ráðuneytisins síðasta áratuginn og hvernig hafa þeir skipst hlutfallslega milli karla og kvenna?
    2.     Hvernig hefur jafnréttis verið gætt við úthlutun styrkjanna?

    Menningarsjóðir í umsjá ráðuneytisins eru 24 talsins. Sjóðirnir eru afar mismunandi að vöxtum og skiptast svo:
     Sjóðir á sviði bókasafna og bókmennta:
        Bókasafnasjóður (nýr). Hefur ekki hafið úthlutun.
        *Greiðslur til höfunda fyrir afnot á bókasöfnum. Umsýsla hjá Rithöfundasambandi Íslands.
        *Bókmenntasjóður. Umsýsla hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
    Sjóðir á sviði listsköpunar:
        *Launasjóðir listamanna. Umsýsla hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands RANNÍS.
        *Kvikmyndasjóður. Umsýsla hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
        *Myndlistarsjóður. Umsýsla hjá Kynningarmiðstöð islenskra myndlistarmanna KÍM.
        Listskreytingasjóður. Umsýsla hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.
        *Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa. Umsýsla hjá Rannsóknamiðstöð Íslands RANNÍS.
        Starfsemi áhugaleikhópa. Umsýsla hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga.
        *Tónlistarsjóður. Umsýsla hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands RANNÍS.
        *Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar. Umsýsla hjá Útflutningskrifstofu íslenskra tónlistar ÚTÓN.
        *Hljóðritasjóður. Umsýsla hjá Rannsóknamiðstöð Íslands RANNÍS. Hefur úthlutað einu sinni.
    Sjóðir á sviði menningararfs:
        *Safnasjóður. Umsýsla hjá safnaráði.
        *Fornleifasjóður. Umsýsla hjá MRN, lagðist af með tilkomu forminjasjóðs.
        *Fornminjasjóður. Umsýsla hjá Minjastofnun Íslands.
        *Húsafriðunarsjóður. Umsýsla hjá Minjastofnun Íslands.
    Sjóðir á sviði íþrótta- og æskulýðsmála:
        Íþróttasjóður. Umsýsla hjá Rannsóknamiðstöð Íslands RANNÍS.
        Afrekssjóður ÍSÍ. Umsýsla hjá ÍSÍ.
        Ferðasjóður ÍSÍ. Umsýsla hjá ÍSÍ.
        Launasjóður stórmeistara í skák. Umsýsla hjá MRN.
        Æskulýðssjóður. Umsýsla hjá Rannsóknamiðstöð Íslands RANNÍS.
    Sjóðir á sviði alþjóðlegs samstarfs:
        Grænlandssjóður. Umsýsla hjá MRN. Kom frá forsætisráðuneyti 2010 og hefur úthlutað einu sinni síðan. Ný lög tóku gildi á síðasta þingi og úthlutun er ekki hafin samkvæmt þeim.
        Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Umsýsla hjá MRN. Kom frá forsætisráðuneyti 2010.
        Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs. Umsýsla hjá Norska menningarráðinu (Norsk kulturråd).
        Menningarsjóður Íslands og Finnlands. Umsýsla hjá Hanaholmen, menningarmiðstöð í Finnlandi.
        Sænsk-íslenski sjóðurinn. Umsýsla hjá Norræna félaginu í Svíþjóð.
    Aðrir sjóðir:
        *Gjöf Jóns Sigurðssonar. Umsýsla hjá MRN. Úthlutar annað hvert ár. Kom frá forsætisráðuneyti 2010 og hefur flust þangað aftur með forsetaúrskurði 1/2017.
        Hönnunarsjóður. Umsýsla hjá Hönnunarmiðstöð. Ábyrgð er hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti frá 2013.
    Einungis þeir sjóðir sem merktir eru með stjörnu hér að framan er teknir með í svarinu en það eru allt sjóðir á málefnasviði 18 menning og listir. Greining á úthlutun sjóða og hvernig styrkir skiptast milli kynja er ólík milli einstakra sjóða þar sem í sumum tilvikum er um umsóknir frá einstaklingum að ræða en í öðrum tilvikum er um að ræða verkefni sem fleiri en einn einstaklingur stendur að, gjarnan félög, stofnanir eða aðrir lögaðilar og þá er einungis unnt að kynjagreina verkefnisstjóra sem segir takmarkað til um hverjir nutu styrkjanna. Í tölfræðiupplýsingum um sjóðina eru almennt ekki teknar saman upplýsingar um hæstu og lægstu styrki og því fylgja þær upplýsingar ekki með í öllum tilvikum.
    Hér að aftan eru settar fram upplýsingar í töflum um úthlutun úr framangreindum sjóðum og eru upplýsingar frá umsjónaraðilum um kynjagreiningu hverju sinni tilgreindar þar. Upplýsingar um úthlutanir úr sjóðum koma fram í fréttatilkynningu hverju sinni.
    Það er á ábyrgð hverrar sjóðstjórnar að gæta jafnréttis við úthlutun að því marki sem það er sérstakt úrlausnarefni. Sjóðstjórnir fá leiðbeiningar frá ráðuneytinu um stjórnsýslu, rekstur og eftirlit með sjóðum og styrkveitingum á vegum ráðuneytisins. Það má leiða líkur að því að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sé kynjahlutfall þeirra sem hljóta styrki í góðu samræmi við kynjahlutföll umsækjenda. Ráðuneytið mun í samvinnu við sjóðstjórnir leitast við að áfram verði unnið út frá sjónarmiðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar.

Greiðslur til höfunda fyrir afnot á bókasöfnum.
    Greitt er fyrir útlán á almenningsbókasöfnum, skólabókasöfnum og öðrum söfnum sem eru rekin á kostnað ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Þar sem greiðslur byggjast alfarið á útlánatölum býður greiðslukerfið ekki upp á flokkun eftir kyni. Jafnræði telst tryggt með greiðslu á útlán. Heimild er veitt í reglum um sjóðinn að setja lágmark á greiðslur og var það lágmark 4.571 kr. miðað við vísitölu neysluverðs í apríl 2016. Hæsta greiðsla úr sjóðnum miðaðist við 109.668 útlán og var 3.088.698 kr.

Ár Lágmarksgreiðsla Hæsta greiðsla Fjöldi sem fékk greitt Heildarfjöldi útlána
2007 1.528 682.403 812 1.184.308
2008 3.000 781.508 503 1.245.293
2009 3.009 860.371 561 1.343.837
2010 2.980 611.222 539 1.452.260
2011 3.836 705.218 539 1.537.711
2012 4.080 655.144 482 1.485.168
2013 4.337 1.449.426 601 1.486.179
2014 4.437 695.602 422 1.444.424
2015 4.494 1.972.382 564 1.647.188
2016 4.571 3.088.698 683 1.667.779
Bókmenntasjóður.
    Kynjahlutfall þeirra sem hljóta styrki er í fullu samræmi við kynjahlutfall umsækjenda til bókmenntasjóðs. Fyrst er úthlutað úr sjóðnum árið 2008.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð Úthlutað samtals Fjöldi styrkja
2008 131 25.400.000 62 11.800.000 37.200.000 193
2009 112 27.100.000 58 12.900.000 40.000.000 170
2010 117 42.200.000 66 12.800.000 55.000.000 183
2011 119 35.100.000 65 16.900.000 52.000.000 184
2012 105 41.490.000 73 1.310.000 42.800.000 178
2013 144 44.500.000 82 18.500.000 63.000.000 226
2014 144 32.000.000 78 16.000.000 48.000.000 222
2015 161 40.500.000 102 22.500.000 63.000.000 263
2016 113 67.232.000 83 268.000 67.500.000 196

Starfslaun listamanna.
    Árið 2014 voru karlar og konur (og fjöldi mánaða til þeirra) einungis talin í einstaklingsumsóknum. Frá árinu 2015 er unnin ítarlegri kynjagreining en áður hafði verið gert þannig að einnig er greind kynjaskipting í verkefnum þar sem fleiri en einn aðili er tilgreindur.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð Úthlutað samtals Fjöldi einstaklinga
2014 129 218.571.839 108 162.918.412 497.149.887 237
2015 155 237.806.505 212 277.387.290 513.263.025 367
2016 183 276.903.200 197 287.796.600 564.348.400 380
2017 196 304.308.576 194 288.370.368 593.049.600 390

Styrkveitingar Kvikmyndasjóðs 2007–2016.
    Umsóknir þar sem konur eru í lykilstöðum eru mun færri en frá körlum. Því hefur verið forgangsraðað í þágu kvenna þegar kemur að því að gera upp á milli sambærilegra umsókna. Á umræddu tímabili frá 2007 hafa einstakir styrkir numið frá 200 þús. kr. til 110 millj. kr., allt eftir því á hvaða stigi verkefni eru.

Kvikmyndir Sjónvarp Heimildamyndir Stuttmyndir Samtals
Fjöldi styrkja
Konur 65 29 62 11 167
Karlar 274 69 135 28 506
Bæði kyn 89 61 65 13 228
Samtals 428 159 262 52 901
Fjárhæð styrkja (í millj. kr.)
Konur 311 12 199 40 562
Karlar 1.976 412 789 105 3.281
Bæði kyn 1.442 507 247 54 2.249
Samtals 3.728 931 1.235 199 6.093
I. Hlutfall styrkja þar sem eingöngu konur eru í öllum lykilstöðum 9%
II. Hlutfall styrkja þar sem konur eru í a.m.k. einni lykilstöðu af þremur 46%

Myndlistarsjóður.
    Umsóknir frá lögaðilum eru ekki kyngreindar. Sjóðurinn úthlutar fyrst 2013. Styrkir hafa verið frá 50 þús. kr. til 2,5 millj. kr.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð Lögaðilar Fjárhæð Úthlutað alls Fjöldi styrkja
2013 26 12.850.000 29 15.700.000 12 10.750.000 41.500.000 67
2014 15 5.350.000 18 6.650.000 11 8.500.000 21.000.000 44
2015 9 2.600.000 19 7.250.000 14 8.650.000 18.500.000 42
2016 14 3.500.000 45 14.400.000 18 4.950.000 28.050.000 77

Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa.
    Eingöngu er um að ræða verkefnastyrki til leikhópa og er kyn skilgreint eftir tengilið. Styrkir hafa verið frá 800 þús. kr. til 20 millj. kr.

Ár Konur Fjárhæð Karlar Fjárhæð Úthlutað alls Fjöldi styrkja
2007 7 42.100.000 3 7.300.000 49.400.000 10
2008 8 32.700.000 3 12.300.000 45.000.000 11
2009 6 36.700.000 4 23.500.000 60.200.000 10
2010 9 29.780.000 6 29.100.000 58.880.000 15
2011 12 40.800.000 3 12.300.000 53.100.000 15
2012 9 42.800.000 4 28.400.000 71.200.000 13
2013 14 68.800.000 3 19.400.000 88.200.000 17
2014 8 40.609.000 5 25.019.000 65.628.000 13
2015 11 52.051.000 3 23.449.000 75.500.000 14
2016 12 59.900.000 6 28.600.000 88.500.000 18
2017 11 61.000.000 7 31.000.000 92.000.000 18

Tónlistarsjóður.
    Kyn er skilgreint eftir tengilið þegar um hópa eða lögaðila er að ræða. Úthlutað hefur verið tvisvar á ári nema fyrsta árið en þá var úthlutað þrisvar og var eingöngu úthlutað ferðastyrkjum í þriðju úthlutun. Styrkir hafa verið frá 40 þús. kr. til 5 millj. kr.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð Úthlutuð fjárhæð Úthlutað samtals Tímabil Fjöldi styrkja
2007 33 16.090.000 20 5.390.000 21.480.000 44.177.740 Fyrra tímabil 53
35 13.250.000 16 4.900.000 18.150.000 Seinna tímabil 51
10 2.104.500 8 2.443.240 4.547.740 Ferðastyrkir 16
2008 45 26.600.000 27 11.890.000 38.490.000 52.020.000 Fyrra tímabil 69
52 9.430.000 25 4.100.000 13.530.000 Seinna tímabil 79
2009 60 30.400.000 27 10.245.000 40.645.000 53.195.000 Fyrra tímabil 88
37 7.125.000 32 5.425.000 12.550.000 Seinna tímabil 69
2010 28 12.300.000 24 4.310.000 16.610.000 25.560.000 Fyrra tímabil 50
27 5.450.000 23 3.500.000 8.950.000 Seinna tímabil 50
2011 33 21.100.000 26 9.400.000 30.500.000 40.520.000 Fyrra tímabil 51
27 7.100.000 18 2.920.000 10.020.000 Seinna tímabil 43
2012 28 6.600.000 29 11.110.000 17.710.000 30.700.000 Fyrra tímabil 53
33 8.875.000 18 4.115.000 12.990.000 Seinna tímabil 49
2013 30 15.275.000 34 11.735.000 46.510.000 80.811.000 Fyrra tímabil 61
47 22.609.000 26 11.692.000 34.301.000 Seinna tímabil 73
2014 30 19.800.000 30 14.130.000 33.930.000 43.680.000 Fyrra tímabil 60
22 5.750.000 14 4.000.000 9.750.000 Seinna tímabil 36
2015 25 24.395.000 22 17.180.000 41.575.000 53.925.000 Fyrra tímabil 47
24 6.700.000 23 5.650.000 12.350.000 Seinna tímabil 47
2016 31 23.300.000 29 17.701.000 41.001.000 62.546.000 Fyrra tímabil 60
23 9.085.000 32 12.450.000 21.545.000 Seinna tímabil 55

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar – ÚTÓN.
    Kyn er ekki skilgreint þegar um lögaðila er að ræða. Úthlutað er fyrst árið 2013.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð Lögaðilar Fjárhæð Úthlutað alls Fjöldi styrkja
2013 35 4.400.000 14 2.350.000 21 6.850.000 13.600.000 70
2014 60 9.050.000 22 3.400.000 25 6.951.500 19.401.500 107
2015 36 6.200.000 12 2.400.000 47 15.801.500 24.551.500 95
2016 38 7.960.000 18 2.730.000 24 7.961.499 19.851.499 80

Hljóðritasjóður.
    Kyn er skilgreint eftir tengilið þegar um lögaðila er að ræða. Úthlutað er fyrst árið 2016.

Ár Konur Fjárhæð Karlar Fjárhæð Úthlutað alls Tímabil Fjöldi styrkja
2016 30 11.700.000 54 21.800.000 33.500.000 Seinna tímabil 84

Safnasjóður.
    Hlutverk og skipulag safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis og önnur verkefni. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf, m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær. 85 aðilar hafa fengið úthlutað úr safnasjóði á þessum áratug og þar af er 81 safn, félagasamtök eða samstarfsverkefni á sviði safnastarfs. Einungis fjórir umsækjendur af þessum 85 eru einstaklingar og fengu þeir úthlutað sjö verkefnastyrkjum úr safnasjóði. Lægsti styrkur er 500 þús. kr. og hæsti styrkur 3 millj. kr.

Fjöldi styrkja Samtals úthlutað
2007 86 76.650.000
2008 43 82.000.000
2009 60 96.150.000
2010 96 83.000.000
2011 97 80.700.000
2012 100 110.420.000
2013 162 115.530.000
2014 123 99.150.000
2015 123 108.660.000
2016 129 108.408.000

Verkefnastyrkir til einstaklinga.
    Lægsti styrkur er 300 þús. kr. og hæsti styrkur 900 þús. kr.

Ár Karl Kona Fjöldi styrkja Úthlutað samtals
2013 1 1 500.000
2014 1 1 2 800.000
2015 1 1 2 1.700.000
2016 2 2 1.600.000

Húsafriðunarsjóður.
    Meiri hluti styrkþega þeirra styrkja sem veittir eru til húsa og mannvirkja eru sóknarnefndir, sveitarfélög, fyrirtæki, húsfélög og önnur félög. Styrkir til að gera byggða- og húsakannanir eru flestir veittir sveitarfélögum, byggðasöfnum eða fyrirtækjum. Styrkir til rannsóknaverkefna eru oft veittir. Ekki hefur sérstaklega verið fjallað um kynjahlutföll við úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði.

Ár Konur Fjárhæð Karlar Fjárhæð Aðrir Fjárhæð Úthlutað samtals Fjöldi alls
2007 3 1.350.000 1.350.000 3
2008 1 300 2 300 600 3
2009 2 1.200.000 1 100 4 2.100.000 3.400.000 7
2010 1 600 5 4.700.000 5.300.000 6
2011 2 400 1 150 7 2.200.000 2.750.000 10
2012 1 300 4 2.000.000 5 2.850.000 5.150.000 10
2013 4 3.300.000 8 6.500.000 9.800.000 12
2014 1 600 1 600 1 800 2.000.000 3
2015 2 1.200.000 2 1.300.000 3 1.000.000 3.500.000 7
2016 1 700 2 1.200.000 1.900.000 3

Fornleifasjóður 2007–2012.
    Fornleifasjóður er nánast einvörðungu rannsóknarsjóður. Sjóðurinn var lagður niður með tilkomu fornminjasjóðs. Ekki hefur verið fjallað sérstaklega um kyn við úthlutun styrkja úr fornleifasjóði.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð lögaðili Fjárhæð Úthlutað samtals Fjöldi styrkja
2007 9 13.550.000 5 10.950.000 24.500.000 12
2008 6 12.110.000 6 8.020.000 1 3.000.000 23.130.000 13
2009 7 8.090.000 7 10.610.000 1 3.300.000 22.000.000 14
2010 5 7.250.000 9 10.900.000 18.150.000 13
2011 10 7.330.000 9 10.670.000 18.000.000 16
2012 14 12.650.000 9 11.850.000 4 7.500.000 32.000.000 24

Fornminjasjóður 2013–2016.
    Fornminjasjóður er nánast einvörðungu rannsóknarsjóður. Hann hefur verið í umsjón Minjastofnunar Íslands frá árinu 2013. Fyrirrennari hans, fornleifasjóður, var í umsjón mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ekki hefur verið fjallað sérstaklega um kyn við úthlutun styrkja úr fornminjasjóði.

Ár Konur Fjárhæð Karlar Fjárhæð Blandað Fjárhæð Fyrirtæki/
stofnun
Fjárhæð Úthlutað samtals Fjöldi alls
2013 9 8.000.000 11 12.575.000 5 8.300.000 4 5.050.000 33.925.000 29
2014 3 1.150.000 0 0 0 0 18 26.300.000 27.450.000 21
2015 6 7.570.000 3 4.000.000 0 0 17 29.250.000 40.820.000 26
2016 2 2.600.000 1 1.050.000 0 0 23 41.500.000 45.150.000 26

Tengiliðir/stjórnendur.
    Þar sem sótt er um styrk í nafni fyrirtækja eða stofnana skiptast tengiliðir/stjórnendur verkefna eftir kyni eins og kemur fram í eftirfarandi töflu:

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð
2013 3 3.050.000 1 2.000.000
2014 10 15.300.000 8 11.000.000
2015 8 13.550.000 9 15.700.000
2016 8 15.200.000 15 26.300.000

Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar.
    Í nokkrum tilfellum eru fleiri en einn höfundur að verki. Sami einstaklingur er talinn eftir fjölda verka. Úthlutað er annað hvert ár.

Ár Karlar Fjárhæð Konur Fjárhæð Samtals úthlutað Lægsti styrkur Hæsti styrkur Fjöldi styrkja
2012 17 9.500.000 6 5.100.000 14.600.000 400.000 1.400.000 18
2014 13 11.800.000 2 1.600.000 13.400.000 800.000 1.400.000 14
2016 10 8.700.000 4 4.300.000 13.000.000 1.000.000 1.700.000 12