Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 578  —  441. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sjóvarnir.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hve oft á undanförnum fjórum árum hefur verið ráðist í gerð sjóvarna með það að markmiði að vernda menningarminjar, sbr. lög um sjóvarnir, og hvar hefur það verið gert?
     2.      Liggja fyrir áform eða áætlanir um gerð sjóvarna til að vernda menningarminjar og þá hvar og hvaða minjar?
     3.      Hvar á landinu er talið brýnast að gera sjóvarnir til að verjast sjávarflóðum og landbroti á næstu tveimur árum og hve mikið er áætlað að þær framkvæmdir kosti?


Skriflegt svar óskast.