Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 579  —  442. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um sjávarflóð og sjávarrof.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Liggur fyrir mat á líkum eða hættu á sjávarflóðum og sjávarrofi við strendur landsins, og ef svo er, hve langt er síðan slíkt mat var gert?
     2.      Telur ráðherra að tilefni sé til að endurmeta hættu á sjávarflóðum og sjávarrofi á landsvísu og taka inn í það fleiri þætti en hafa haft vægi hingað til?
     3.      Eru líkindi á sjávarflóðum og sjávarrofi meðal forsendna fyrir skipulagsstefnu og skipulagi alls staðar á landinu og hvernig er í aðalatriðum brugðist við þessum atriðum í skipulagi?
     4.      Hvar á landinu er byggð talin stafa mest hætta af sjávarflóðum og sjávarrofi?
     5.      Hefur verið brugðist við ábendingum um sjávarflóð sem fram koma í skýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Áhættuskoðun almannavarna, frá 2011 og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.